fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirMenning og mannlífFimleikafélagið Björk 65 ára í dag

Fimleikafélagið Björk 65 ára í dag

Myndaspjöld til heiðurs Þorgerði Maríu Gísladóttur og Hlín Árnadóttur

Nýstofnuð Félagadeild Fimleikafélagsins Bjarkar hefur látið útbúa heiðursspjöld um Þorgerði Maríu Gísladóttur og Hlín Árnadóttur og voru þau afhjúpuð við hátíðlega athöfn í húsnæði félagsins á 65 ára afmælisdegi þess í dag. Þá voru settir upp skildir með myndum af öllum formönnum félagsins frá upphafi.

Þær Þorgerður María og Hlín voru gerðar að fyrstu heiðursfélögum Bjarkar en Þorgerður var hvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess en Hlín hefur starfað óslitið hjá félaginu í 46 ár.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina sem Anna Kristín Jóhannesdóttir stýrði en Hafsteinn Þórðarson afhendti spjöldin og skildina f.h. félagadeildarinnar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2