Luktarganga St. Martins var haldin hátíðleg sl. laugardag. Hátíðin er haldin árlega af Þýsk íslenska tengslanetinu með stuðningi Bókasafns Hafnarfjarðar og Þýska sendiráðsins.
Fjölmenni lagði af stað frá Bókasafninu með litskrúðugar luktir af öllum stærðum og gerðum. Farið var í Hellisgerði þar sem sungið var og leikrit sýnt.
Að göngu lokinni beið fólks heitt súkkulaði, pretzel kringlur og Weckmänner.
Ljósmyndari Fjarðarfrétta smellti af nokkrum myndum.