Grunnskólahátíð Hafnarfjarðar var haldin í gærkvöldi í Íþróttahúsinu Strandgötu. Krakkar úr elstu bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði mættu prúðbúin og skemmtu sér við tónlist flutta af plötusnúðum og söngvurum. Það var sjálfur Páll Óskar sem sló botninn í ballið og fékk feikigóðar undirtektir. Ballinu lauk kl. 22 og ótrúlega margar rútur biðu fyrir utan til að flytja krakkana heim.
Meðal skemmtiatriða í ár voru Herra Hnetusmjör, Páll Óskar, Dí Jay Gudridur, DJ David og DJ Raggi.
Ljósmyndari Fjarðarfrétta leit við á ballinu og tók meðfylgjandi myndir.