fbpx
Mánudagur, nóvember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífFræðslustundir fyrir eldra fólk í Hafnarborg

Fræðslustundir fyrir eldra fólk í Hafnarborg

Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar segir frá nýjung í starfinu

Hafnarborg leggur áherslu á að gefa öllum tækifæri til að kynnast menningu og listum og býður upp á leiðsagnir fyrir alla aldurshópa. Sjónarhorn er heiti á dagskrá ætlaðri eldra fólki sem Hafnarborg hleypir af stokkunum í mars.

Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir þetta vera dagskrá fyrir eldra fólk sem hefur áhuga á menningu og listum, til að fræðast um starfsemi Hafnarborgar, yfirstandandi sýningar eða einstök verk úr safneign.

„Viðburðirnir skapa tækifæri fyrir gesti til að nálgast myndlistina á margvíslegan hátt með spjalli við sérfræðinga safnsins,“ segir Aldís og bætir við að boðið verður uppá kaffi og meðlæti á í Hafnarborg að lokinni dagskrá.

Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá kl. 14-15:30 einn miðvikudag í mánuði yfir vetrartímann. Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi gesta við á hverjum viðburði verði 25 manns til að allir njóti sem best þess í sem fram fer og því sé nauðsynlegt að skrá sig á hvern viðburð.

Segir Aldís að dagskráin verði fjölbreytt og ýmsar hugmyndir hafi veið viðraðar. Nefnir hún t.d. fræðslu um umhirðu listaverka og umfjöllun um ákveðna listamenn og verði sérfræðingar safnsins og aðrir fengnar til að fræða gestina.

Dagskrá vorannar

16. mars kl. 14: Ljósmyndahátíð – Hallgerður Hallgrímsdóttir

Leiðsögn um sýninguna Fáeinar vangaveltur um ljósmyndun – III, hluti,  á verkum Hallgerðar Hallgrímsdóttur. Hallgerður notar ljósmyndamiðilinn sem tæki til að beina sjónum sínum að ljósmyndasögunni og mismunandi tækni hennar. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð.

13. apríl kl. 14: Verk úr safneign

Í safneign Hafnarborgar eru um 1560, verk unnin með fjölbreyttum aðferðum. Þar má finna málverk, teikningar, þrívíð verk, vídeóverk og útilistaverk. Fjallað verður ítarlega um valið verk úr safneign Hafnarborgar.

11. maí kl. 14: Tinna Gunnarsdóttir

Leiðsögn um sýningu Tinnu Gunnarsdóttur Snert á landslagi. Verkin á sýningunni eru hluti af yfirstandandi doktorsverkefni Tinnu og byggir á áralangri rannsókn í Héðinsfirði, þar sem hún beinir sjónum sínum að tengslum manns og landslags og beitir til þess aðferðum hönnunar.

Skráning

Hægt er að skrá sig með því að senda póst á hafnarborg@hafnarfjordur.is eða hringja í síma 585 5790.

Sífellt fjölbreyttari dagskrá í Hafnarborg

Aldís bendir á að Hafnarborg er eitt fárra sambærilegra safna á höfuðborgarsvæðinu þar sem frítt er inn á almennar sýningar. Þá sé líka frítt inn á ýmsa aðra viðburði, eins og hádegistónleika, síðdegistónleika og fl.

Tvær sýningar standa yfir að jafnaði í Hafnarborg, sýning í aðalsal safnsins og önnur í Sverrissal en einnig teygja sýningar þar oft sig yfir í Apótekið þar sem fundir bæjarstjórnar fara fram hálfsmánaðarlega.

Hádegistónleikarnir eiga sér langa sögu en þeir hófust á Björtum dögum 2003 og voru þrennir tónleikar í röð, 18.-20. júní. Hefur Antonía Hevesi verið listrænn stjórnandi þeirra frá upphafi. Þeir eru að jafnaði einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og ávallt mjög vel sóttir.

Síðdegistónar er svo önnur tónleikaröð sem hófst í september 2020 en tónleikarnir eru haldnir einn föstudag í mánuði frá september til maí. Listrænn stjórnandi Síðdegistóna er Andrés Þór Gunnlaugsson.

Af öðrum viðburðum má nefna Hljóðön, tónleikar þar sem leikin er klassísk tónlist tvisvar á ári og Sönghátíð í Hafnarborg í júní, þar sem blandað er saman tónleikum, námskeiðum og smiðjum fyrir börn og fullorðna.

Hafnfirðingurinn Aldís Arnardóttir er fjórði forstöðumaður Hafnarborgar frá upphafi en hún tók við í maí á síðasta ári. Fastir starfsmenn eru fimm en safnið lútir þriggja manna stjórn og auk þess er þriggja manna listráð starfandi sem ásamt forstöðumanni markar stefnu og velur listamenn til að sýna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2