
Sunnudaginn 22. maí var messa í Hafnarfjarðarkirkju en þangað hafði verið boðið þeim sem fermdust í kirkjunni fyrir 50, 60, 70 og 80 árum. Þangað kom sómamaðurinn Júlíus Sigurðsson sem fermdist í kirkjunni fyrir 80 árum. Aldrei fyrr hafði neinn sem átti 80 ára fermingarafmæli komið í kirkjuna á þessum árlega viðburði. Fyrir 80 árum var talað um fermingarpilta og fermingarmeyjar.
Þess má svo geta, að Ragnheiður, systir Júlíusar, var í hópi 70 ára fermingarbarna og Ólöf, dóttir Júlíusar, var í 50 ára hópnum. Sannkölluð fermingarveisla í fjölskyldunni.