Listamaðurinn Joan Gomez Valero hjá Juan Pictures slf. hefur gert nýtt vegglistaverk á gafl Strandgötu 4 og var það formlega afhent Hafnarfjarðarbæ í dag.
Juan Pictures slf. sendi inn erindi til Hafnarfjarðarbæjr sem tekið var fyrir í umhverfis- og framkvæmdaráði í desember sl. vegna vegglistaverka og listsköpunar með börnum.
Málinu var vísað til umsagnar í menningar- og ferðamálanefnd sem fjallaði um málið á þremur fundum en í mars var kynnt hugmynd Joans um vegglistaverk á gafl Strandgötu 4. Í apríl var svo samþykkt að hann gerði einnig vegglistaverk á Strandgötu 1 og um miðjan apríl var málið svo lagt fram á fundi umherfis- og framkvæmdaráðs. Það var svo 4. maí sl. sem afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa heimilaði að vegglistaverkið yrði sett upp á gafl Strandgötu 4 og 1.
Verk Joans á gafli Strandgötu 4 vekur athygli á fjölmörgum listaverkum víða um Hafnarfjörð og fagnaði bæjarstjóri þessu framtaki í dag.
Juan Pictures hefur unnið fjölmörg listaverk á húsveggi, á grindverk og víðar.