fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimLjósmyndirGlæsilegur upplestur á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar - MYNDIR

Glæsilegur upplestur á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar – MYNDIR

Fjórtán nemendur í 7. bekk kepptu til úrslita í upplestri

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin sl. þriðjudag í 23. skipti í Hafnarborg.

Grunnskólar bæjarins senda tvo fulltrúa úr 7. bekk til lokakeppninnar eftir undankeppni í eigin skóla. Markmið keppninnar eru ávallt þau sömu, að vanda sig við flutning móðurmálsins, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Keppnin skiptist í tvo hluta, ræktunarhluta sem hefst ávallt á degi íslenskrar tungu í nóvember og hátíðarhluta þar sem fulltrúar skólanna koma saman.

Umgjörðin var tilkomumikil í Hafnarborg. Ingunn Lind les.

Á hátíðinni lásu nemendurnir úr sögunni „Þín eigin þjóðsaga“ eftir Ævar Þór Benediktsson, lásu ljóð eftir Önnu Sigrúnu Snorradóttur og í lokaumferðinni lásu þau ljóð að eigin vali.

Það var svo fimm manna dómnefnd sem skar úr um það hverjir hafi staðið sig best og í ár var það Ingunn Lind Pétursdóttir úr Hvaleyrarskóla sem bar sigur úr býtum. Í öðru sæti varð Katla Stefánsdóttir úr Hraunvallaskóla og í þriðja sæti vaðr Ester Armíra Ægisdóttir úr Áslandsskóla.

Eftirtaldir nemendur tóku þátt í úrslitakeppninni:

  • Benjamín Tumi Þórisson, Setbergsskóla
  • Birna Karen Káradóttir, Áslandsskóla
  • Christa Hrönn Davíðsdóttir Öldutúnsskóla
  • Erna Rúnarsdóttir, Víðistaðaskóla
  • Ester Amíra Ægisdóttir, Áslandsskóla
  • Hekla Hafþórsdóttir, Setbergsskóla
  • Hekla Sif Óðinsdóttir, Hraunvallaskóla
  • Ingunn Lind Pétursdóttir, Hvaleyrarskóla
  • Júlía Lyngdal Högnadóttir, Lækjarskóla
  • Kamilla Guðrún Lowen, Hvaleyrarskóla
  • Katla Stefánsdóttir, Hraunvallaskóla
  • Logi Guðmundsson, Víðistaðaskóla
  • Svava Rán Gilbertsdóttir, Lækjarskóla
  • Teitur Leó Sigursteinsson, Öldutúnsskóla

á milli atriða las Amelía Björk Kowalczyk ljóð á pólsku og nemendur úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar léku. Nemendur í Lúðrasveit Víðistaðaskóla léku í upphafi og Talkór nemenda úr Hraunvallaskóla kom fram.

Besta smásagan

Smásagnasamkeppni í 8.-10. bekkjum grunnskólanna var hrundið af stað á Degi íslenskrar tungu og gátu nemendur valið á milli þess að skrifa galdrasögu eða sögu sem fjallaði á einhvern hátt um heilbrigði.

Aníta Ósk Hilmarsdóttir, önnur frá hægri átti bestu smásöguna.

Dómnefnd fékk í hendur 15 sögur. Besta smásagan var „Galdrasteinn“ eftir Anítu Ósk Hilmarsdóttur í 10. MJ í Hraunvallaskóla. Sagan gerist í Nýju-Delí snýst og fjallar um styrk og þrautseigju og þykir mjög vel upp byggð, efnið áhugavert og höfundur með gott vald á málinu.

Annað sæti hlaut „Sagan um Hafstein“ eftir Urði Völu Guðmundsdóttur í 10. SR í Víðistaðaskóla. Sagan fjallar um hjónin Hafstein og Sigrúnu sem voru fátækir kotbændur og höfðu ekki efni á að senda börnin sín í skóla.

Í þriðja sæti lentu tvær sögur. Önnur sagan er „Háskaför“ eftir Júlíu Heiði Guðmundsdóttur í 10. bekk í Öldutúnsskóla. Þetta er galdrasaga og fjallar um systkinin Eldlilju og Fenris.

  1. Hin sagan sem lenti í þriðja sæti heitir „Flóki“ og er eftir Andreu Marý Sigurjónsdóttur í Víðistaðaskóla. Sagan fjallar um dreng sem fæddist með skarð í vör og er þekktur sem „strákurinn með ljótu vörina“.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2