Tónlistarhátíðin Heima hefur fest sig í sessi í Hafnarfirði og það var ánægja meðal tónleikagest þegar litið var inn á nokkrum stöðum. Nálægðin við tónlistarfólkið skapar eintaka stemmningu og upplifunin mikil og ekki síður hjá tónlistarfólkinu sem finnur jafnvel hvernig hjartslátturinn breytist hjá áhorfendum.
Í ár voru tónleikar á 12 stöðum í miðbænum og fram komu Árstíðirnar, Between Mountains, Bjartmar Guðlaugsson, Bríet, Dr. Spock, Hjálmar, Í svörtum fötum, Jóipé X Króli, Kristína Bærendsen, Pétur Ben, Valgeir Guðjónsson og Ylja.
Hér má sjá nokkrar myndir frá tónleikunum.