fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHafþór Óskar og Hákon komust áfram og leika á lokahátíð í Eldborgarsal...

Hafþór Óskar og Hákon komust áfram og leika á lokahátíð í Eldborgarsal Hörpu

Stóðu sig vel á Svæðistónleikum Nótunnar

Hafþór Óskar Kristjánsson gítarleikari og söngvari og Hákon Aðalsteinsson píanóleikari, nemendur Tónlistarskóla hafnarfjarðar voru meðal þeirra nemenda sem dómnefnd valdi til að keppa á lokahátíð Nótunnar í Eldborgarsalnum í Hörpu 2. apríl.

Tvennir Svæðistónleikar Nótunnar voru haldnir um síðustu helgi í Salnum í Kópavogi
fyrir alla tónlistarskólana  í Kraganum. Af þeim 22 einstaklingum og hópum sem fram komu voru 7 atriði valin til að taka þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu sunnudaginn 2. apríl n.k.

Frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar léku þau Natalía Yun Hauksdóttir á sópranblokkflautu, Hafþór Óskar Kristjánsson á gítar, Hákon Aðalsteinsson lék á píanó og söng og Ísabella Mist Heiðarsdóttir og Áróra Friðriksdóttir sem léku saman á tvo flygla Allegro úr Concerto Romantique eftir C. Rollins.

Dómnefndin valdi þá Hafþór Óskar Kristjánsson gítarleikara og Hákon Aðalsteinsson píanóleikara í hópinn sem fær að halda áfram og taka þátt í lokahátíðinni í Eldborgarsalnum í Hörpu 2. apríl. Stóðu allir hafnfirsku nemendurnir sig mjög vel og voru forsvarsmenn Tónlistarskólans afar stoltir.

Á myndinni má sjá þá félaga Hafþór og Hákon með öðrum sigurvegurum dagsins.

Nánar um Nótuna hér og hér

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2