fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHanna Borg og Heiðdís kynna barnasáttmálann í bók

Hanna Borg og Heiðdís kynna barnasáttmálann í bók

Börnin fjölmenntu á útgáfugleði

Það er örugglega ekki oft sem börn eru fjölmennust á útgáfuhátíð bókar. Það gerðist reyndar á sunnudaginn þegar Hafnfirðingarnir Hanna Borg Jónsdóttir og Heiðdís Helgadóttir kynntu bók sína Rúnar góði á Kex hóteli.

runar_godi-07

En bókin er skrifuð fyrir börn með Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi. Hún kynnir réttindi barna fyrir ungum lesendum, réttindi sem öll börn í heiminum eiga að njóta. Þetta er fyrsta bók þeirra beggja en Hanna Borg segir að engir aðrir hafi komið til greina til að myndskreyta bókina en vinkona sína Heiðdís sem varð landsfræg á stuttum tíma fyrir ugluteikningar sínar.

runar_godi-04
Börnin sýndu bókinni mikinn áhuga

Rúnar góði kynnir Barnasáttmálann fyrir börnum í gegnum yndislestur. Bókinni er ætlað að vera hvatning fyrir foreldra og aðra forráðamenn til að lesa með börnunum sínum og velta fyrir sér mismunandi aðstæðum og ólíku lífi barna. Hverjum kafla fylgja ýmsar hugleiðingar sem tengjast sögunni og sáttmálanum.

Bræður Hönnu, Friðrik Dór og Jón Ragnar tvíburabróðir hennar skemmtu gestum á útgáfugleðinni en þær stöllur Hanna Borg og Heiðdís höfðu í nógu að snúast við að árita bækurnar fyrir áhugasama kaupendur.

Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu
Friðrik Dór og Jón Ragnar spiluðu og sungu

runar_godi-09runar_godi-08runar_godi-06runar_godi-05runar_godi-03runar_godi-02

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2