Í dag var tilkynnt að hafnfirska tónskáldið Hildur Guðnadóttir hafi verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki bestu kvikmyndatónlistarinnar. Hildur hlýtur tilnefninguna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker en kvikmyndin fékk flestar tilnefndingar í heildina.
Hildur er í glæsilegum 5 manna hópi tónskálda sem tilnefnd eru:
- Hildur Guðnadóttir: Joker
- Alexandre Desplat: Little Women
- Randy Newman: Marriage Story
- Thomas Newman: 1917
- John Williams: Star Wars: The Rise of Skywalker
Til gamans má geta að Hildur hóf sellónám sitt við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.