Hlauparar stunda sína útivist að kappi eins og svo margir aðrir í dag. Segjast margir hlauparar sjaldan hafa séð svona marga á stígum höfuðborgarsvæðisins eins og núna og það á svo sannarlega við um í Hafnarfirði.
Nú hleypur fólk eitt, oftar en áður út af kórónaveirunni, og því er ýmislegt gert til að gera hlaupin áhugaverðari. Flestir hlauparar nýta snjallúr eða síma til að skrá hlaup sína og flestir deila þessum hlaupum með félögum sínum á forritinu Strava sem sérstaklega var hannað fyrir hjólafólk og hlaupara. Þar má sjá þessa dagana ýmsar kynjamyndir en forritið sýnir kort með leið hlauparanna. Nú er mjög vinsælt að keppast um að búa til sem flottustu kynjamyndina með hlaupaleiðinni og allar klær eru úti til að gera myndirnar sem frumlegastar.
Rammaði byggðina í Hafnarfirði inn með hlaupi
Hildur Aðalsteinsdóttir úr Skokkhópi Hauka er mjög öflugur hlaupari og fór út að hlaupa sem fleiri á páskadag. Hún hjóp í kringum íbúðabyggðina í Hafnarfirði og segist hafa náð að hlaupa út fyrir næstum öll hús ef það var ekki möguleiki hljóp hún meðfram síðustu húsunum. Samtals varð þetta 22,04 km en hún segist ekki hafa ætlað svona langt en hafi fengið þessa hugmynd þegar hún var byrjuð að hlaupa.
Ýmsar kynjamyndir
Að teikna kynjamyndir á kort með því að hlaupa eða hjóla er ekki nýtt á nálinni og ef leitað er af #stravaart finnast margar glæsilegar myndir.
Kanadíski hjólamaðurinn Stephen Lund er þekktur fyrir sínar kynjamyndir og eina þeirra má sjá hér að neðan.