fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimFréttirMenning og mannlífHorft á Ísland - Frakkland á Thorsplani

Horft á Ísland – Frakkland á Thorsplani

Það var sæmilega þéttsetið Thorsplanið þegar Ísland mætti Frakklandi í átta liða úrslitum Evrópumótsins í knattspyrnu karla. Bjartsýnin var mikil og mikil stemmning fyrir leiknum.

Það leið ekki á löngu þar til þögn sló á mannskapinn þegar Frakkar skoruðu snemma í leiknum. En menn voru bjartsýnir, við höfðum lent í slíkri stöðu áður. En þegar frönsku mörkin voru orðin 4 þá fór fólk að hverfa á braut en þeir sem eftir voru fengu að upplifa miklu skemmtilegri síðari hálfleik þar sem íslenska liðið átt mun fleiri tækifæri og skoruðu 2 mörk gegn einu marki Frakklands. Augljós vítaspyrna á Frakka var ekki dæmd og með þetta allt í huga voru stoltir Hafnfirðingar en vonsviknir sem fóru heim.

Hvað gæti næst dregið bæjarbúa til að horfa saman á sjónvarp á Thorsplani?

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2