fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífHundavinir Rauða krossins

Hundavinir Rauða krossins

Ríkir mikil tilhlökkun fyrir komandi verkefni

Mikil tilhlökkun fyrir komandi verkefni Rauða krossins í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi
Verkefni deildarinnar eru fjölbreytt en meginmarkmið verkefnanna er að sporna gegn félagslegri einangrun og tryggja að fólk búi við öryggi og hafi tækifæri til að dafna.

Í vetur gafst deildinni ómetanlegt tæki­færi þegar hæfileikaríkur nemandi úr tækniskólanum að nafni Malen Áskels­dóttir hafði samband. Hún var að ljúka sinni seinustu önn fyrir útskrift sem ljós­myndari frá Tækniskólanum. Loka­verk­efni í heimildarljósmyndunar­áfanga sner­ist um að fanga dýrmæt augnablik hjá hundavinum Rauða krossins. Verkefnið vann Malen af stakri prýði og er Rauði krossinn einstaklega þakklátur fyrir þetta bjarta og líflega framtak í þágu verkefnisins.

Spennandi tímar eru framundan hjá Hundavinaverkefni RKÍ þar sem verkefnið er að færa út kvíarnar og komið í samstarf við Rauða krossinn í Eyjafirði. Það þýðir að fjórfætlingar og eigendur þeirra geta nú sótt námskeið og þjálfun hjá RKÍ í Eyjafirði og gerst Hundavinir og þar með slegið tvær flugur í einu höggi, átt góða stund saman og látið gott af sér leiða.

Ljósmynd: Malen Áskelsdóttir

Heimsóknarvinir með hunda er eitt af kjarnaverkefnum Rauða krossins og markmiðið er að rjúfa félagslega einangr­un einstaklinga með aðstoð hunda. Sjálfboðaliðar heimsækja stofnanir og einstaklinga sem óska eftir því að fá hundavin í heimsókn til sín. Heim­sóknirnar eru oftast einu sinni í viku, rúmar 40 mínútur í senn. Líkt og með öll vinaverkefni Rauða krossins þurfa allir sjálfboðaliðar að ganga í gegnum inntökuferli ásamt því að sækja við­eigandi námskeið og fræðslu til að öðlast skilning og færni á því sviði sem þeir hafa valið sér. Verkefni Rauða krossins eru fjölbreytt og flestir geta fundið verkefni og nýtt hæfni sína og þekkingu samfélaginu til góða.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Rauða krossins, raudikrossinn.is eða hringja í 565 1222.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2