fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífIngveldur Ýr syngur á hádegistónleikum sem fólk getur notið heima

Ingveldur Ýr syngur á hádegistónleikum sem fólk getur notið heima

Á morgun kl. 12, þriðjudaginn 6. apríl, syngur Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzosópran á hádegistónleikum við undirleik Antoníu Hevesi, píanóleikara, sem er listrænn stjórnandi tónleikanna.

Á tónleikunum, sem eru titlaðir Ljós og skuggi, verða fluttar aríur eftir Caccini, Menotti og Bizet.

Tónleikarnir verða haldnir fyrir tómum sal en streymt í beinni útsendingu á heimasíðu safnsins og á facebook.

Ingveldur Ýr mezzósópran lauk námi frá Tónlistarskóla Vínarborgar og Manhattan School of Music í New York. Ingveldur Ýr var um skeið fastráðin við Óperuna í Lyon í Frakklandi og söng þar stór og smá hlutverk með þekktum stjórnendum og söngvurum, auk þess að syngja víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Á íslensku óperusviði hefur Ingveldur sungið fjölmörg aðalhlutverk í óperuuppfærslum, auk þess að koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Capút hópnum. Hún hefur víða haldið einsöngstónleika og kemur fram á ýmsum geisladiskum, m.a. sólódiskinum Portrett. Ingveldur Ýr rekur sitt eigið söngstúdíó ásamt því að vera stjórnandi sönghópsins Spectrum.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg, þar sem hún hefur fengið marga af fremstu söngvurum landsins til liðs við sig. Hádegistónleikar eru að venju á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Tónleikunum verður streymt beint á netinu og má finna tengil á Facebooksíðu Hafnarborgar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2