fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífÍsland - Frakkland sýndur á Thorsplani

Ísland – Frakkland sýndur á Thorsplani

Sjáumst í bláu á vellinum!

Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins verður sýndur á stórum skjá á Thorsplani á sunnudaginn. Hafnfirðingar og aðrir nærsveitungar eru hvattir til að mæta á EM-heimavöll Hafnarfjarðar til að hvetja okkar menn áfram og umfram allt gleðjast.

Leikurinn hefst kl. 19 og eru gestir hvattir til að mæta tímanlega, koma sér vel fyrir á Thorsplani og njóta. Bryndís Ásmundsdóttir, hafnfirska söng- og leikkonan stýrir hvatningu og söngi í hléi og á viðeigandi tímum á meðan á leik stendur.

Þjóðin öll hefur síðustu vikur sameinast í gegnum fótboltann, hrifist með og fagnað árangri íslenska liðsins á EM. Með þessu vilja aðstandendur sýningar á Thorsplani færa fótboltann nær Hafnfirðingum og öðrum gestum og gangandi og gera þeim kleift að labba á „völlinn“, upplifa og njóta.

Markaðsstofa Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarbær standa að viðburðinum með stuðningi frá ISS Ísland, Landsbankanum, Trefjum, Hlaðbæ Colas hf, Fjarðarkaupum og Íslensku Kaffistofunni. Hljóð X sér um uppsetningu á skjánum og tæknilega hlið framkvæmdar.

Strandgata verður ekki opin akandi umferð frá kl. 18:15 til 21:15.

Sjá nánar hér

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2