fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífJada Birna og Kormákur sigruðu í Söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Jada Birna og Kormákur sigruðu í Söngkeppni félagsmiðstöðvanna

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í Bæjarbíói í kvöld og komu keppendur frá flestum grunnskólum bæjarins.

Alls voru sungin 11 lög við góðar undirtektir í troðfullu húsinu.

Það var hreint magnað að fylgjast með unglingunum sem af miklu öryggi stóðu fyrir framan kröfuharða samnemendur og gesti og dómararnir voru ekki öfundsverðir af hlutverki sínu.

Eftir langa og stranga yfirsetu komust þeir þó að niðurstöðu og völdu tvo söngvara sem sigurvegara, sem taka þátt sem fulltrúar Hafnarfjarðar í Söngkeppni Samfés, samtaka félagsmiðstöðva.

Þau eru: Jada Birna sem kemur úr skólanum Nú en hún söng lagið Hero.

Jade úr Nú

Kormákur úr Öldunni sem söng lagið Ómægod, ég elska þig, en hann lék jafnframt undir á rafmagnsgítar.

Kormákur úr Öldunni
Allir þátttakendurnir: Áróra (Nú), Arndís Dóra og Áróra Eyberg (Aldan), Áróra (Mosinn), Sunneva Þöll (Setrið), Guðmundur Sölvi (Hraunið), Viktoría og Karen Birna (Ásinn), Kári (Mosinn) Jada Birna (Nú), Svanhildur (Hraunið) Álfhildur Edda (Setrið) og Kormákur (Aldan).

Í öðru sæti var Álfhildur Edda úr Setrinu sem söng lagið Undir þínum áhrifum.

Í þriðja sæti voru svo þær Arndís Dóra og Áróra Eyberg úr Öldunni sem sungu lagið Say Something.

Dómarar kvöldsins voru þau Klara Elíasdóttir söngkona, Helena Guðjónsdóttir tónmenntakennari í Skarðshlíðarskóla og Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar og markaðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ.

Kynnar kvöldsins voru tvær mjög hressar stúlkur sem héldu uppi góðri stemmingu.

Söngkeppni með langa sögu

Félagsmiðstöðvar Hafnarfjarðar hafa haldið Söngkeppni Hafnarfjarðar í mörg ár. Í Söngkeppni gefst unglingum kostur á að koma fram og syngja fyrir framan jafnaldra sína og bæjarbúa en á síðasta ári var tekin ákvörðun um að senda keppnina beint út á netinu.

Unglingarnir hafa lagt mikið á sig til þess að koma fram þetta kvöld og hafa æft sig vel. Stjórnendur keppninnar leggja sig fram við að hafa keppnina sem flottasta og umgjörðina glæsilega.

Hver félagsmiðstöð á tvö sæti í keppninni og halda félagsmiðstöðvarnar undankeppnir í sínu hverfi. 18 atriði geta því verið skráð til leiks í Söngkeppni Hafnarfjarðar. Sigurvegarar vinna sér inn sæti í Söngkeppni Samfés sem haldin verður í lok apríl.

Margir af okkar flottustu tónlistarmönnum hafa stigið fyrst á stokk í þessari keppni en t.d. hefur tónlistarfólk á borð við Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur, Ragnheiði Gröndal, Sverri Bergmann, Stefaníu Svavars og Laufeyju Linn sigrað í þessari keppni og gert góða hluti eftir það.

Þá má geta að sigurvegari í Söngkeppni Samfés 2021 var sigurvegarinn í Söngkeppni Hafnarfjarðar hún Viktoría Tómasdóttir úr Vitanum í Lækjarskóla.

Fleiri myndir verða birtar fljótlega.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2