fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimLjósmyndirJólalegt og fallegur söngur á Syngjandi jólum - MYNDIR

Jólalegt og fallegur söngur á Syngjandi jólum – MYNDIR

Fimmtán kórar sungu á 100 ára fullveldisafmælisdegi Íslands

Spariklædd börn og spenntir afar og ömmur og aðrir fjölskyldumeðlimir voru áberandi á fyrri hluta tónleikanna Syngjandi jóla, sem haldnir voru í 22. sinn sl. laugardag.

Þá sungu barnakórar bæjarins og riðu kórar leikskólanna á vaðið og sungu jólalög af mikilli innlifun en eitt og eitt ættjarðarlag mátti heyra enda 100 ára fullveldis­af­mæli Íslands þennan dag.

Sungu börnin af mikill innlifun og það sást greinilega að þau hlakkaði mikið til jólanna.
Eftir hádegið komu stærri kórar sem sungu af miklum metnaði við góða stjórn reynslumikilla kórstjóra. Síðan tóku við kórar fullorðinna og lauk tónleikunum með söng Hrafnistu­kórsins sem, auk Gaflarakórsins, státa af elstu söngfélögunum.

Hafnarborg var þétt setin frá kl. 10 um morguninn en örlítið fækkaði þegar þeir fullorðnu tóku við en allir fengur að njóta fallegs söngs og jóla­stemmn­ingin var allsráðandi.

Viltu kaupa mynd?

Hægt er að kaupa myndir í fullri upplausn á rafrænu formi til persónulegra nota.

Verð á myndum til persónulegra nota (ekki til nota í fjölmiðlum):

  • Fyrsta mynd: 1.100 kr.
  • Hver mynd eftir það: 600 kr.

Sendið pöntun á gudni@hhus.is og getið heiti myndar sem óskað er eftir að kaupa. Gefið upp nafn og kennitölu greiðanda. Reikningur verður sendur á það netfang.

Greiða þarf myndir við pöntun inn á 0545-26-7099 kt. 4501061350, Hönnunarhúsið ehf.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2