fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirKannar viðhorf Hafnfirðinga á menningarlífi í bænum

Kannar viðhorf Hafnfirðinga á menningarlífi í bænum

Hafnfirðingurinn Ragnar Már Jónsson er að vinna BS rannsókn en hann er nemandi í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Þetta BS verkefni felur í sér að gera stöðumat á menningarlífi Hafnarfjarðarbæjar frá ýmsum hliðum út frá sjónarhorni heimamanna. Þarna geta Hafnfirðingar komið skoðunum sínum á ýmsum menningarmálum á framfæri, hvað sé vel gert og hvað megi gera betur.
Vonast er til að verkefnið skili af sér hagnýtum niðurstöðum sem nýta megi við frekari stefnumótun í menningarmálum bæjarins.

Öllum þeim einstaklingum sem tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt er velkomið að taka þátt. Ekki er gerð krafa um fyrirfram mótaða þekkingu heldur snýr þetta að áliti fólks á ýmsum þáttum.

Segist Ragnar Már vera mjög þakklátur ef fólk gæfi sér nokkrar mínútur til að svara þessari könnun.

Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda.

 

Menningarbærinn Hafnarfjörður – viðhorf heimamanna

Kæri Hafnfirðingur Eftirfarandi könnun er BS rannsókn sem unnin er af nemanda í Ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Könnunin er nafnlaus og ekki er hægt að rekja svör til einstakra þátttakenda. Þessi könnun snýr að viðhorfi Hafnfirðinga til menningarlífs Hafnarfjarðarbæjar. Allir þeir einstaklingar sem tengjast Hafnarfirði á einhvern hátt er velkomið að taka þátt.

Einnig má smella hér til að svara könnuninni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2