fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífKK kitlaði hláturtaugar heimilisfólks á Hrafnistu

KK kitlaði hláturtaugar heimilisfólks á Hrafnistu

Hrafnista við Skjólvang fagnaði 45 ára afmæli

Hrafnista í Hafnarfirði fagnar í ár 45 ára afmæli sínu og gerði heimilisfólk og starfsfólk sér dagamun sl. miðvikudag.

Troðfullt var í menningarsalnum

Búið er að gera miklar endurbætur á almennum rýmum á Hrafnistu og gera þau mun hlýlegri og er nánast eins og að sitja á fínu veitingahúsi að koma í matsalinn. Eru aðstæður mun heimilislegri en fyrr og fólk ánægt með breytingarnar. Var hátíðarmatur í matsalnum en hápunktur afmælisins var KK, tónlistarmaður Kristján Kristjánsson sem spilaði, söng og spjallaði við heimilisfólkið.

Veifað var til ljósmyndarans enda allir í hátíðarskapi

Sagði hann frá tilurð margra laganna sem oft tengjast hans eigin lífi sem fólk tengdi greinilega við og náði hann að heilla áheyrendur bæði með flottum lögum og einstökum flutningi og líka með skemmtilegum sögum inn á milli.

KK í essinu sínu á Hrafnistu

Troðfullt var í menningarsalnum og heimsókn KK kærkomin enda hefur lítið verið um hátíðahöld undanfarið vegna sóttvarnarreglna.

Sögurnar voru margar og góðar.
Flautið reyndi á, bæði hjá KK og heimilisfólkinu.
Fólk fagnaði KK

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2