fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÁ döfinniKvennahlaupið verður á morgun

Kvennahlaupið verður á morgun

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 verður haldið í 31. sinn á morgun, laugardag.

Í upphafi, árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt er að segja að það hafi tekist. Í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn hreyfing með besta móti. Árið 2020 er markmið hlaupsins að hvetja konur til þess að gera hlutina á eigin forsendum og nær sú hugsun langt út fyrir hlaupið og líkamsrækt. Kvennahlaup nútímans snýst um hreyfingu sem hentar hverjum og einum, samveru kynslóðanna, líkamsvirðingu, sanngirni, umhverfismeðvitund og valdeflingu. Einkunnarorð Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ 2020 eru „Hlaupum saman“.

Nýr bolur en engar medalíur

Nýr og endurhugsaður Kvennahlaupsbolur er tákn nýrra tíma og slær tóninn fyrir nýja hugsun. Hinn klassíski Kvennahlaupsbolur hefur verið einkennismerki hlaupsins um árabil og því fylgdi því talsverð eftirvænting í hvert skipti að sjá hvaða litur yrði á bolunum og þannig hlaupinu öllu það árið. Bolurinn er 100% endurunninn, úr endurunninni lífrænni bómull og endurunnu plasti.

Hætt verður útdeilingu verðlaunapeninga en í gegnum tíðina hafa allir þátttakendur farið heim með medalíu.

Allir geta tekið þátt

Í 30 ár hafa þúsundir kvenna um allt land notið þess að hreyfa sig saman í Kvennahlaupinu og í því hafa konur getað sameinað tvo mikilvæga þætti í lífinu; hreyfingu og samveru. Hlaupið verður á hátt í 70 stöðum á landinu og allir geta tekið þátt óháð aldri, þjóðerni eða kyni. Fólk á öllum aldri kemur saman á hlaupadegi og á saman skemmtilega stund þar sem sumir hlaupa en aðrar ganga. Fjölmennustu hlaupin fara fram í Garðabæ og Mosfellsbæ og í ljósi Covid–19 hafa verða gerðar ráðstafanir á þessum stöðum þar sem svæðinu verður skipt upp í hólf samkvæmt leiðbeiningum fyrir íþróttamannvirki. Minnt er á að það er á ábyrgð hvers hlaupara fyrir sig að verja sjálfan sig og aðra í kringum sig eins vel og hann getur. Þátttakendur eru hvattir til að gera sínar eigin ráðstafanir og virða þessar aðstæður.

Hlaupið verður kl. 11 í Garðabæ en nánari upplýsingar um alla hlaupastaði og tímasetningar er að finna á www.kvennahlaup.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2