fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífLaddi tendrar ljósin á jólatrénu

Laddi tendrar ljósin á jólatrénu

Segir frá jólunum sem ungur drengur í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað á föstudagskvöldið kl. 18 með fjöl­breyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu.

Í ár er það enginn annar en Laddi, Þórhallur Sigurðsson, sem mun segja frá jólunum sínum sem ungur drengur í Hafnarfirði, tendra ljósin á jólatrénu og telja í nokk­ur jólalög. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og karlakórinn Þrestir flytja jólalög og þá mun Jón Jónsson skemmta gestum.

Á laugardag verða „Syngjandi jól“ í Hafnarborg sem fyllist af söng og hátíðaranda þegar fjölmargir kórar Hafnarfjarðar skipaðir söngfólki á öllum aldri koma saman.

Klukkan 14 syngur Kvennakór Hafnar­fjarðar í jólaþorpinu og Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson syngja og skemmta gestum klukkan 14.30.

Jólaball á sunnudag

Á sunnudaginn þenur Sveinn Sigur­jóns­son nikkuna kl. 13.30 og Jóla­bjöllurnar syngja svo fallega jólatóna í framhaldi af því. Klukkan 14.30 stígur svo Jónsi, Jón Jósep Snæ­björns­son á sviðið og flytur úrval jóla­dægurlaga og svo verður blásið í jóla­ball með þeim Skoppu og Skrítlu og ballerínum úr Listdansskóla Hafnar­fjarðar.

Jólaþorpið verður opið alla laugar­daga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17 og til kl. 22 á Þorláksmessu. Gestir Jólaþorpsins í ár geta gengið á milli tuttugu fagurlega skreyttra jóla­húsa sem eru orðin landsþekktur sölu­vettvangur fyrir ýmiskonar gjafa­vöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt góm­sætum veitingum og vörum til að taka með heim á veisluborðið.

Ljósin tendruð á Cuxhaventrénu

Cuxhaven tréð við Flensborgarhöfn 2016

Kl. 15 á laugardag verður tendrað á jólatrénu við Flenborgarhöfn en tréð er gjöf frá vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi, Cuxhaven. Þýski sendiherrann mun tendra ljósin, Lúðrasveit Hafnarfjarðar leika, leikskólabörn úr Bjarkalundi syngja og jólasveinar verða á vappi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2