fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífLeiksigur unglinganna í Stefán rís

Leiksigur unglinganna í Stefán rís

Áhorfendur heillaðir upp úr skónum í Gaflaraleikhúsinu á frumsýningu

Leikritið Stefán rís var frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í gærkvöldi en leikritið er byggt á bókinni „Leitin að tilgangi unglingsins: Stefán rís – unglingasmáfræðiritið“ eftir þau Bryndísi Björgvinsdóttur, Arnór Björnsson og Óla Gunnar Gunnarsson. Var bókin skrifuð í framhaldi af leikriti Arnórs og og Óla Gunnars.

stefn_ris-01

Leikritið á sér þó sjálfstætt líf og segir Bryndís þá Arnór og Óla Gunnar, höfunda leikritsins, hafa náð að gæða söguna miklu lífi.

stefn_ris-05
Höfundarnir Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson

Björk Jakobsdóttir leikstjóri hefur greinilega farið á kostum og hefur af miklum metnaði skapað leikverk sem unun er að horfa á. Þó leikmyndin sé nokkuð hefðbundin og virkaði jafnvel einum og venjuleg í Gaflaraleikhúsinu þá sýndi það sig að hún hentaði fullkomlega til að skapa rétta umhverfið og hraðar breytingar voru í takt við hraðan gang í leikritinu.

Fyrir þann sem ekki hafði lesið bókina, kom leikritið skemmtilega á óvart og ekki spillti að þrátt fyrir ungan aldur leikara, þá var valinn maður í hverju rúmi. Grettir Valsson, 14 ára, lék Stefán og gerði það með eftirminnilegum hætti. Hann heillaði einnig fólk með tærum og flottum söng en það gerði einnig Agla Bríet Einarsdóttir, 14 ára, en hún lék Svandísi, nýju stúlkuna í bekknum sem Stefán heillaðist af.

stefn_ris-06

Það sérstaka við þetta leikrit var að höfundar þess voru í aðalhlutverki en áhorfendur fengu að fylgjast með hvernig þeir rökræddu um það hvernig leikritið ætti að vera og leikendurnir í raun sýndu framgang þess hverju sinni. Stundum sáu höfundarnir að þeir voru að gera vitleysu og þá var einfaldlega undið ofan af tímalínunni og byrjað aftur. En vegna þess að höfundarnir voru ekki alltaf með söguþráðinn á hreinu varð atburðarásin fjölbreytt og enginn vissi hverju hann gat átt von á.

stefn_ris-03Leikritið er hinn skemmtilegasti farsi sem við var að búast en það var líka góður söngleikur og dansatriðin voru sannfærandi og dansinn áreynslulaus.

stefn_ris-04

Það er ekki annað en hægt að heillast af þessum ungu leikurum sem allir leystu hlutverk sín mjög vel af hendi en flestir leikaranna eru reynslumiklir þrátt fyrir mjög ungan aldur.

Ég gef óhikað leikritinu 5 stjörnur en ég hvet alla til að fara og upplifa sjálfir.

stefn_ris-07Fyrir utan þá Arnór og Óla Gunnar taka 12 leikreyndir snillingar á aldrinum 14-18 ára þátt í verkinu.

  • Stefán – Grettir Valsson
  • Svandís – Agla Bríet Einarsdóttir
  • Rán – Diljá Pétursdóttir
  • Eyvi – Ágúst Örn Wigum
  • Emmsé Gauti – Ágúst Beinteinn Árnason
  • Urður – Urður Heimisdóttir
  • Veðandi – Ísabella Líf Sigurðardóttir
  • Skuld – Ella María Bieber
  • Ási  Zöega – Kristófer Baldur Sverrisson
  • Mikael Kaaber og Tattúgæji – Skarphéðinn Vernharðsson
  • Halla mamma og Bylja íslenskukennari – Rán Ragnarsdóttir
  • Pabbi, Palec, karateþjálfari, lögga og Freddie Mercury – Vilberg Andri Pálsson
stefn_ris-10
Arnór Björnsson, Ágúst Örn Wigum, Grettir Valsson og Óli Gunnar Gunnarsson
stefn_ris-09
Arnór Björnsson og Grettir Valsson
stefn_ris-08
Fagnað að sýningu lokinni

stefn_ris-07stefn_ris-04stefn_ris-02

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2