fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífLjósmyndasýning Konna í gluggum verslana í miðbænum

Ljósmyndasýning Konna í gluggum verslana í miðbænum

Konráð Ragnarsson sýnir ljósmyndir sýnar í miðbænum á miðvikudaginn kl. 18-22

Konráð Ragnarsson sýnir í verslunargluggum í Strandgötunni miðvikudaginn 30. maí
Konráð Ragnarsson er sextugur Hafnfirðingur sem varð landsfrægur sem einn af Breiðavíkurdrengjunum. Hann, eins og flestir á sér fleiri hliðar og m.a. er hann góður ljósmyndari.

Hann verður með ljósmyndasýningu á Strandgötunni miðvikudaginn 30. maí kl. 18-22 þar sem hann mun sýna í búðar­gluggum og víðar en opnunin verður líklega í Bæjarbíói.
Í ljósmyndum Konráðs má greina mikla tilfinningalega dýpt, og vinnur hann með þemu eins og einmanaleika, sársauka, vonbrigði, en húmorinn og einlægnin eru aldrei langt undan.
Konni býr nú í Svíþjóð þar sem 4 af 5 börnum hans búa en hann flutti þang­að líka til að reyna bjarga vinstri fæti sínum frá því að vera tekinn af! En því miður, þrátt fyrir mikla viðleitni, þá tapað hann þeim slag og missti fótinn! Meinið var afleiðing af slysaskoti 1979 er hann fékk haglabyssuskot í fótinn.

Hann segir Svíþjóð gott land að búa í, en þangað hefur Konni flutt að minnsta kosti 4 sinnum áður og alltaf búið á mismunandi stöðum. „Það er eitthvað við Svíþjóð sem heillar mig, get ekki alveg bent á það en það er miklu ódýrari að búa þar en á klakanum og svo er veðráttan betri!,“ segir Kon­ráð.

Aðspurður hvað fékk hann til að fara að taka myndir telur hann vera að þarna uppgötvaði hann nýtt tjáningarform sem hentaði honum mjög vel og virðist hann hafa auga fyrir góðu myndefni og einhverja smá náttúrlega hæfileika að auki! eins og hann sjálfur kemst að orði.

„Helsta viðfangsefni mitt er að reyna gera myndir mínar þannig úr garði gerðar að þær veki ákveðnar tilfinningar þegar fólk virðir þær fyrir sér, t.d. gleði, sorg, o.s.frv. Ef ég næ því þá er ég ánægður. Annað sem er ekki síður mikilvægt er að ég nota myndformið mikið til að tjá mínar eigin tilfinningar og líðan og svo er húmorinn aldrei langt undan, ég hef mjög gaman af að gera grín að sjálfum mér, sem sést á mörgum mínum myndum.“

Ein mynda Konráðs frá ströndinni við Hafnarfjörð

Megin þemað í sýningunni er að sögn Konráðs svolítil blanda af þessu öllu, fallegar myndir eins og lands­lagsmyndir, myndir með húmor og listrænar myndir en einnig verða ein­hverjar myndir frá Svíþjóðardvölinni.

Söfnun á Karolinafund

Konráð hóf söfnun á Karolinafund fyrir sýningunni og má finna hana hér en myndirnar verða allar til sölu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2