fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífMálverkasýning í heimahúsi á Drekavöllum

Málverkasýning í heimahúsi á Drekavöllum

Marnhild Hilma Kambsenni sýnir m.a. skökk hús og fugla núna um helgina

Skemmtileg málverkasýning er á 7. hæð að Drekavöllum 18 núna um helgina en þar sýnir Marnhild Hilda Kambsenni skemmtilegar myndir í íbúð hennar og eiginmanns hennar Hannesar Valssonar.

Nágrannar kíktu við

Marnhild Hilma byrjaði að mála árið 2010, á svipuðum tíma og hún flutti til Hafnarfjarðar. Hún er að mestu sjálfmenntuð en hefur sótt fjölda námskeiða og er félagið í Litku myndlistarfélagi.

Allir veggir er nýttir fyrir myndir og þarna má sjá skökku húsin.

Marnhild er færeysk, fædd og uppalin í Fuglafirði en fluttist um tvítugt til Íslands. Gömlu húsin í Færeyjum eru meðal myndefnis hennar og gerir hún þeim skemmtileg skil. Hún hefur haldið eina einkasýningu, í Færeyjum, og nefndist hún Húsin sem tala en á myndum hennar eru gjarnan mjög skökk hús og sum eru persónugerð og gætu því talað. Hún hefur líka málað fugla og krían er þar áberandi en þar má einnig sjá ameríska örninn og skökku húsin á sömu mynd.

Sýning í íbúð 703

Hún segir sýninguna tilraun og stendur hún yfir núna um helgina í íbúð 703 og hvetur hún íbúa og sérstaka Vallabúa til að líta við en opið er á milli kl. 13 og 18.

Þetta er sölusýning og þegar blaðamaður Fjarðarfrétta leit við var hún þegar búin að selja nokkrar myndir.

Færeysk hús.
Síðast bærinn í dalnum – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2