fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífMartröð í Hafnarfirði er ný barnabók

Martröð í Hafnarfirði er ný barnabók

Bókin „Martröð í Hafnarfirði“ kom út 17. mars sl. en hún er eftir Rakel Þórhallsdóttur prestadóttur úr Hafnarfirði.

Bókin segir frá Jóni Pétri sem er að byrja í sjöunda bekk, en hlakkar ekki til að byrja nýtt skólaár. Hann hefur alltaf verið vinafár og fótboltastrákarnir áreita hann nær daglega. Ekki skánar ástandið þegar bekkurinn fær nýja, undarlegan, kennara. Stuttu síðar fara skrítnir og óhuggulegir hlutir að gerast í Hafnarfirði þegar einn fótboltastrákurinn hverfur sporlaust. Í kjölfarið hefst óútreiknankeg atburðarás, sem aðeins Jón Pétur og nýju vinir hans virðast geta stöðvað.

Þetta er fyrsta bók Rakelar Þórhallsdóttur, sem er sjálf kennari í Breiðholtsskóla en hefur kennt um víða veröld, meðal annars í Danmörku og Laos. Bókaútgáfan Leó gefur bókina út.

Bókin er ætluð 9-12 börnum, en líka lestrarhestum á öllum aldri og öllum sem hafa gaman af spennandi sögu.

Martröð í Hafnarfirði er í öðru sæti metsölulista Eymundsson fyrir börn þessa viku, sem er fyrsta vika í sölu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2