Ratleikur Hafnarfjarðar var haldinn í 22. sinn í sumar og aldrei hafa fleiri skilað inn lausnum og aldrei hafa fleiri fundið alla ratleiksstaðina 27 eða 91 þátttakandi.
Fjölmennt var á uppskeruhátíð Ratleiksins í Hafnarborg sl. miðvikudag þar sem verðlaun voru veitt en fjölmörg fyrirtæki gefa vinninga.
Þar kom fram að miðað við skil á úrlausnum megi áætla að alls hafi verið komið hátt í fimm þúsund sinnum á einhvern ratleiksstaðinn, en þeir eru vítt og breytt um bæjarlandið.
Áhersla var lögð á jarðmyndanir en markmið leiksins er að fá bæjarbúa og gesti til að ferðast um uppland bæjarins og kynnast öllum þeim náttúruperlum sem þar er að finna.
Hafa fjölmargir stundað leikinn í fjölmörg ár og leikurinn hefur reynst einstaklega skemmtilegur fjölskylduleikur þar sem börn og fullorðnir hafa notið leiksins.
Útnefndur er Þrautakóngur, Göngugarpur og Léttfeti en þetta eru sæmdarheiti þeirra sem dregnir eru úr nöfnum þeirra sem skila öllum lausnunum 27, 18 eða 9.
Arndís Þrautakóngur
Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2019 er Arndís Ásgrímsdóttir, Berjavöllum 6 og fékk hún í verðlaun Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Brynja Jóhannsdóttir, Kópavogstúni 5 í Kópavogi varð önnur og fékk Bose hátalara frá Origo og Þóra Björgvinsdóttir, Álfaskeiði 99 sem varð þriðja fékk kvöldverð fyrir tvo í Fjörukránni.
Arnar göngugarpur
Arnar Hjálmsson, Mánastíg 2 er Göngugarpur Ratleiksins í ár og fékk í verðlaun Bose hátalara frá Origo. Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir, Jörfalind 3 í Kópavogi varð önnur og fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnarfjarðarbæ og Anna Magnúsdóttir, Kúrlandi 20 í Reykjavík varð þriðja og fékk 3ja rétta máltíð fyrir tvo í Von mathúsi.
Auður er Léttfeti
Auður Þórhalldóttir, Reykjavíkurvegi 52A er Léttfeti Ratleiksins í ár og fékk 6 mánaða sundkort. Úlfar Gíslason, Skjólbraut 7 í Kópavogi varð annar og fékk 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis og Katrín Birgisdóttir, Gnitaheiði 10 A í Kópavogi varð þriðja og fékk kvöldverð fyrir tvo á Fjörukránni.
Fjölmargir dregnir út
Eftirtaldir þátttakendur sem mættu á uppskeruhátíðina voru dregnir út og fengu veglega vinninga:
- Agnes Agnarsson fékk Sony hátalara frá Origo.
- Arnar Hjálmsson fékk Sony hátalara frá Origo.
- Björgvin H. Björgvinsson fékk 100 ára sögu Hafnarfjarðarhafnar.
- Dalía Pétursdóttir fékk 100 ára sögu Hafnarfjarðarhafnar.
- Elín Margrét Guðmundsdóttir fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport.
- Hreiðar Gíslason fékk 6 mánaða kort í sund.
- Kristján Snær Karlsson fékk máltíð fyrir tvo frá Ban Kúnn.
- Rósa Bóel Halldórsdóttir fékk hamborgarafjölskyldutilboð frá Burger-inn
- Sigrún Baldursdóttir fékk máltíð fyrir tvo frá Ban Kúnn.
- Sigrún Stefánsdóttir fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport.
- Stefanía Sæmundsdóttir fékk hamborgarafjölskyldutilboð frá Burger-inn.
- Þór Elí Gunnarsson fékk máltíð fyrir tvo hjá Von mathúsi.
Samstarf um útgáfu
Það er Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu leiksins í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ og hefur Guðni Gíslason lagt leikinn síðustu 12 árin en undanfarin ár hefur Ómar Smári Ármannsson veitt ómetanlega aðstoð við val á stöðum og ritun lýsinga en Ómar Smári heldur úti fróðleikssíðunni ferlir.is sem er hafsjór af fróðleik um Reykjanesskagann og uppland Hafnarfjarðar.
Aðalstyrktaraðili leiksins í ár eins og undanfarin ár er hafnfirska fyrirtækið VHE ehf.