fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimLjósmyndirMetþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar - MYNDIR

Metþátttaka í Ratleik Hafnarfjarðar – MYNDIR

Aldrei hafa fleiri fundið alla 27 ratleiksstaðina

Ratleikur Hafnarfjarðar var haldinn í 22. sinn í sumar og aldrei hafa fleiri skilað inn lausnum og aldrei hafa fleiri fundið alla ratleiksstaðina 27 eða 91 þátttakandi.

Fjölmennt var á uppskeruhátíð Rat­leiksins í Hafnarborg sl. miðvikudag þar sem verðlaun voru veitt en fjölmörg fyrirtæki gefa vinn­inga.

Þar kom fram að miðað við skil á úrlausnum megi áætla að alls hafi verið komið hátt í fimm þúsund sinnum á einhvern ratleiksstaðinn, en þeir eru vítt og breytt um bæjarlandið.
Áhersla var lögð á jarðmyndanir en markmið leiksins er að fá bæjarbúa og gesti til að ferðast um uppland bæjarins og kynnast öllum þeim náttúruperlum sem þar er að finna.
Hafa fjölmargir stundað leikinn í fjölmörg ár og leikurinn hefur reynst einstaklega skemmtilegur fjölskyldu­leikur þar sem börn og fullorðnir hafa notið leiksins.

Útnefndur er Þrautakóngur, Göngu­garpur og Léttfeti en þetta eru sæmdar­heiti þeirra sem dregnir eru úr nöfnum þeirra sem skila öllum lausnunum 27, 18 eða 9.

Við verðlaunaafhendinguna upplýsti Guðni Gíslason, umsjónarmaður leiksins, að nálega 5 þúsund sinnum hefði verið komið að ratleiksstað í sumar.

Arndís Þrautakóngur

Þrautakóngur Ratleiks Hafnarfjarðar 2019 er Arndís Ásgrímsdóttir, Berja­völlum 6 og fékk hún í verðlaun Scarpa gönguskó frá Fjallakofanum. Brynja Jóhannsdóttir, Kópavogstúni 5 í Kópa­vogi varð önnur og fékk Bose hátalara frá Origo og Þóra Björg­vinsdóttir, Álfaskeiði 99 sem varð þriðja fékk kvöldverð fyrir tvo í Fjöru­kránni.

Arnar göngugarpur

Arnar Hjálmsson, Mánastíg 2 er Göngugarpur Ratleiksins í ár og fékk í verðlaun Bose hátalara frá Origo. Guðrún Friðbjörg Eyjólfsdóttir, Jörfalind 3 í Kópavogi varð önnur og fékk 6 mánaða sundkort frá Hafnar­fjarðarbæ og Anna Magnúsdóttir, Kúrlandi 20 í Reykjavík varð þriðja og fékk 3ja rétta máltíð fyrir tvo í Von mathúsi.

Auður er Léttfeti

Auður Þórhalldóttir, Reykjavíkur­vegi 52A er Léttfeti Ratleiksins í ár og fékk 6 mánaða sundkort. Úlfar Gíslason, Skjólbraut 7 í Kópavogi varð annar og fékk 15 þús. kr. gjafabréf frá Altis og Katrín Birgisdóttir, Gnita­heiði 10 A í Kópavogi varð þriðja og fékk kvöldverð fyrir tvo á Fjörukránni.

Fjölmargir dregnir út

Eftirtaldir þátttakendur sem mættu á uppskeruhátíðina voru dregnir út og fengu veglega vinninga:

  • Agnes Agnars­son fékk Sony hátalara frá Origo.
  • Arnar Hjálmsson fékk Sony hátalara frá Origo.
  • Björgvin H. Björgvinsson fékk 100 ára sögu Hafnarfjarðarhafnar.
  • Dalía Pétursdóttir fékk 100 ára sögu Hafnarfjarðarhafnar.
  • Elín Margrét Guðmundsdóttir fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport.
  • Hreiðar Gíslason fékk 6 mánaða kort í sund.
  • Kristján Snær Karlsson fékk máltíð fyrir tvo frá Ban Kúnn.
  • Rósa Bóel Halldórsdóttir fékk ham­borgarafjölskyldutilboð frá Burger-inn
  • Sigrún Baldursdóttir fékk máltíð fyrir tvo frá Ban Kúnn.
  • Sigrún Stefánsdóttir fékk göngustafi og sokka frá Músik og sport.
  • Stefanía Sæmundsdóttir fékk ham­borgarafjölskyldutilboð frá Burger-inn.
  • Þór Elí Gunnarsson fékk máltíð fyrir tvo hjá Von mathúsi.

Samstarf um útgáfu

Það er Hönnunarhúsið ehf. sem sér um útgáfu leiksins í samstarfi við Hafn­arfjarðarbæ og hefur Guðni Gíslason lagt leikinn síðustu 12 árin en undan­farin ár hefur Ómar Smári Ármannsson veitt ómetanlega aðstoð við val á stöðu­m og ritun lýsinga en Ómar Smári heldur úti fróðleikssíðunni ferlir.is sem er hafsjór af fróðleik um Reykja­nes­skagann og uppland Hafnar­fjarðar.

Aðalstyrktaraðili leiksins í ár eins og undanfarin ár er hafnfirska fyrirtækið VHE ehf.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2