fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífNý ljóðabók eftir Draumeyju Aradóttur

Ný ljóðabók eftir Draumeyju Aradóttur

Varurð er ný ljóðabók eftir Draumeyju Aradóttur en hún kom út í byrjun september.

Bókin hefur verið á metsölulista Pennans/Eymundsson síðan hún kom út – og mest selda ljóðabókin í þrjár vikur. Fyrsta upplag er uppselt og 2. prentun nýfarin í dreifingu.

Í Varurð yrkir höfundur um óttann, rætur hans og átökin við hann. Uppsprettan að ljóðunum er endurkoman í fæðingarbæinn Hafnarfjörð eftir áralanga búsetu í Svíþjóð og fela þau í sér uppgjör við bernskuna og liðna tíð. Fimm ljóðanna hafa þegar hlotið verðlaun og viðurkenningar, þ.á.m. í keppninni um ljóðstaf Jóns úr Vör.

Upphaf ljóðabálksins Að lifa er að deyja hljóðar svo:

Allir eiga sína frásögn að hlýða á
sínar sögur að segja
sinn ótta að sættast við
Allir þurfa að mæta sjálfum sér í spurn
þú mætir þér
en af ótta við svarið líður á löngu
þar til þú áræðir að spyrja.

Eftir Draumeyju hafa áður komið út ljóðabækurnar Fimm vörður á vegi ástarinnar og Draumlygnir dagar, auk þess sem hún hefur birt ljóð sín í ýmsum safnritum og tímaritum, íslenskum og sænskum. Þá er eftir að nefna barna- og unglingabækurnar Þjófur og ekki þjófur og Birta draugaSaga.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2