fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífOddfellowreglan í Hafnarfirði styrkti þrjár heilsugæslustöðvar

Oddfellowreglan í Hafnarfirði styrkti þrjár heilsugæslustöðvar

Tilkynnt á opnu húsi í tilefni af 200 ára afmæli

Oddfellowreglurnar á Íslandi voru með opið hús sl. sunnudag til að kynna reglustarfið. Opið hús var í Oddfellow­húsinu í Hafnarfirði þar sem m.a. kom fram að Oddfellowreglurnar á Íslandi hafi gefið 158 milljónir kr. sl. 12 mánuði til góðgerðarmála.

Regludeildirnar í Hafnarfirði ákváðu að sameinast, ásamt Styrktar- og líknarsjóði Oddfellow, um stóra gjöf í tilefni af 200 ára afmæli Oddfellow­reglunnar.

Varð fyrir valinu að styrkja Heilsu­gæsluna í Firði, Heilsugæsluna á Sólvangi og Heilsugæsluna í Garðabæ og fær hver stöð tæki að verðmæti 3 milljónum kr.

Kom fram í máli Hafdísar Stefánsdóttur sem afhenti gjafirnar að reglusystkini í Hafnarfirði væru afar stolt yfir þessari gjöf og var gjöfinni fagnað vel af fulltrúum heilsugæslunnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2