Starf í Hraunseli, félagsmiðstöð eldri borgara í Hafnarfirði við Flatahraun er að hefjast á ný og eru forsvarsmenn félagsins bjartsýnir á að starfið verði án takmarkana í vetur.
Ný dagskrá tekur gildi 9. ágúst með fyrirvara um að hún geti breyst vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Eins og sjá má er dagskráin fjölbreytt en allir 60 ára og eldri geta gengið í Félaga eldri borgara.
Dagskráin
Myndlistarklúbbur
er á mánudögum kl. 9 og hefst starfið 9, ágúst.
Gaflarakórinn
er með æfingar á mánudögum kl. 11-12 og miðvikudögum kl. 16-18. Hefjast æfingar 8. september.
Félagsvist
er á mánudögum kl. 13 og hefst spilamennska 9. ágúst.
Stóla-jóga
er á mánudögum og miðvikudögum kl. 10 og hefst starfið 16. ágúst.
Dansleikfimi
er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 9 og hefst dansinn 2. september.
Qi Gong
er á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10 og hefst starfið 7. september.
Bridge
er á þriðjudögum og föstudögum kl. 13 og hefst spilamennska 17. ágúst.
Bókmenntaklúbbur
er 2. og 4. hvern miðvikudag kl. 10 og hefst starfið 29. september.
Línudans
er miðvikudaga og föstudaga kl. 11 og hefst dansinn 11. ágúst.
Bingó
er miðvikudaga kl. 13 og hefst 11. ágúst.
Handverk
er miðvikudaga kl. 13 og hefst starfið 9. ágúst.
Pílukast
er fimmtudaga kl. 13 og hefst starfið 12. ágúst.
Opið hús/skemmtun og fræðsla
verður á fimmtudögum kl. 13.30. Það verður auglýst sérstaklega.
Boccia
er föstudaga kl. 13.30 og hefst 13. ágúst.
Billjardstofan
er opin alla virka daga kl. 9-16 frá 9. ágúst.
Dagskrá utan hefðbundins opnunartíma
Dansleikir, ferðir, sýningar, fundir og fleira er auglýst sérstaklega.
Ganga
Innanhúsganga í Kaplakrika alla virka daga, opið kl. 8-12.
Útiganga frá Ásvöllum kl. 10 á mánudögum.
Vatnsleikfimi
í Ásvallalaug þriðjudaga og fimmtudaga. Tímasetning kemur í lok ágúst.
Pútt
á Hrafnistuvelli og í Hraunkoti á miðvikudögum kl. 10 -11.30. Hefst í september.
Félagsmiðstöðin Hraunsel | Flatahrauni 3 |sími 555 0142 | www.febh.is