Á klúbbfundi í Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar 15. desember sl. afhenti Kolbrún Benediktsdóttir forseti klúbbsins Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar kr. 200.000 styrk úr framkvæmdasjóði klúbbsins. Ásta Eyjólfsdóttur formaður Mæðrastyrknefndar veitti styrknum viðtöku.
Í Mæðrastyrknefnd Hafnarfjarðar starfa sex konur í sjálfboðavinnu, ein úr hverju kvenfélagi bæjarins og er Bandalag kvenna samnefnari fyrir félögin en þau eru samtals sjö. Nefndin er sjálfstæð eining og sér um að sinna skjólstæðingum í Hafnarfirði fyrir jólin.
Rótarýklúbbur Hafnarfjarðar var stofnaður 9. október 1946. Klúbburinn leggur árlega háar upphæðir í Alþjóða Rótarýsjóðinn, einn öflugasta styrktarsjóð félagasamtaka í heiminum. Klúbburinn hefur einnig styrkt ýmis verkefni í heimabyggð og erlendis og má af síðustu verkum nefna útsýnisskífu á Helgafelli, skilti um uppland Hafnarfjarðar, skógrækt og byggingu barnaheimilis í S-Afríku. Í klúbbnum eru fulltrúar starfsgreina og eru konur sérstaklega velkomnar í klúbbinn.
Einkunnarorð Rótarý er„Þjónusta ofar eigin hag“