fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimFréttirMenning og mannlífSamningur um Bæjarbíó framlengdur til 15. ágúst nk.

Samningur um Bæjarbíó framlengdur til 15. ágúst nk.

Aðeins þrír aðilar sóttu um rekstur Bæjarbíós

Árið 1997 tók Kvikmyndasafn Íslands við rekstri bíósins með sérstökum samningi safnsins, Menntamálaráðuneytis og Hafn­ar­­fjarðarbæjar en Hafnarfjarðar­bær lagði húsið til endurgjalds­laust. Var bíóinu ætlað að þjóna sem safnabíó en Hafnarfjarðarbær hafði einnig rétt á að nýta bíóið m.a. til fundarhalda.

Nú er samstarfinu endanlega lokið eftir árangurslausar við­ræður og nú í vikunni tóku starfs­menn safnsins niður þau tæki og tól í eigu Kvik­mynda­safnsins sem voru í bíóinu. Eru það sýn­ingar­vélar og búnaður í sýn­ingarsal, sýningartjaldið, vegg­­hátalarar og fl. Verður komið upp sýningar­aðstöðu í húsnæði Kvik­mynda­safns Íslands við Hval­eyrarbraut.

Þrír umsækjendur

Hafnarfjarðarbær auglýsti eftir rekstraraðilum að Bæjarbíói og sóttu þrír aðilar um. Framlag Hafnarfjarðarbæjar til rekstursins er endurgjöf á húsaleigu en umsækjendur þurftu að upplýsa um áform sín um menningar­starfsemi í húsinu.

Skv. heimildum Fjaðrar­pósts­ins er Kristinn Sæmundsson meðal umsækjenda en hann stóð einn uppi af þeim sem stóðu að Menningar- og listafélagi Hafn­arfjarðar og fékk samninginn síðast þegar reksturinn var boð­inn út.

Þá er tónlistarmaðurinn Hjört­ur Howser meðal um­­sækj­enda en hann hafði starfað með Kristni við rekstur bíósins um tíma.

Að lokum eru það svo Pétur Stephensen sem lengi var fram­kvæmdastóri knatt­spyrnudeildar FH og Páll Eyjólfsson í Prime sem eru á meðal umsækjenda en þeir sóttu líka um þegar reksturinn var síðast auglýstur.

Menningar- og ferða­málanefnd hefur rætt við umsækjendur en ekki hefur verið gengið til samninga. Bæjarráð staðfesti á fundi sínum 16. júní sl. ákvörðun menningar- og ferðamálanefndar um framlengingu á gildandi samningi um rekstur og umsjón Bæjarbíós til 15. ágúst n.k.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2