Það mátti vart á milli sjá hverjir voru spenntari, nemendurnir ungu í Setbergsskóla eða foreldrar þeirra, þegar leikritið Dýrin í Hálsaskógi var flutt í morgun.
Þetta er annað árið sem 4. bekkur í Setbergsskóla setur upp Dýrin í Hálsaskógi en framkvæmdin er samvinna allra nemenda og eru allir þátttakendur í uppsetningunni.
Nemendur fengu tækifæri á að fara í leikprufur fyrir hlutverkin og þegar búið var að velja í hlutverkin tóku við æfingar einu sinni í viku.
Ljósmyndari Fjarðarfrétta fylgdist með foreldrasýningu í morgun en alls var verkið sýnt fjórum sinnum við góðar undirtektir stoltra foreldra.
Krakkarnir nutu sín vel í leikritinu og leystu hlutverk sín vel af hendi.
Hér má sjá nokkrar myndir frá leikritinu.