fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSinfóníuhljómsveit og gítardúett á leið í Hof á Akureyri

Sinfóníuhljómsveit og gítardúett á leið í Hof á Akureyri

Glæsilegir fulltrúar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna hefur verið haldin síðan 2010. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar hefur nokkrum sinnum tekið þátt. Í ár sendi skólinn fimm atriði á Svæðitónleika sem haldnir voru í Salnum í Kópavogi 16. mars og voru tvö þeirra valin ásamt fimm öðrum til að fara á Lokahátíð Nótunnar sem verður á morgun laugardag í Hofi á Akureyri. Um 70 nemendur koma fram á tónleikunum.

Frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar eru það Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólans sem flytja lagið Mambo eftir L. Bernstein og þær Valgerður Bára Baldvinsdóttir og Sóley Arna Arnarsdóttir sem flytja Milonga eftir Th. Tisseraud fyrir gítar.

Nánari upplýsingar má finna á fésbókarsíðu Nótunnar og einnig á ki.is/notan

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2