fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika

Tónleikar í í Langholtskirkju n.k. laugardag, 28. janúar kl. 16

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna, skipuð tónlistarnemum úr tónlistarskólum á suðvesturhorni landsins, heldur tónleika í Langholtskirkju n.k. laugardag, 28. janúar kl. 16.

Eru tónleikarnir lokahnykkur í þriggja vikna námskeiði í hljómsveitarleik.

Á efnisskránni eru:

  • Ottorino Respighi – Ancient Airs and Dances / svíta nr. 2
  • Ludwig van Beethoven – Rómansa í F-dúr op. 50
  • Pablo de Sarasate – Zigeunerweisen op. 20
  • Leonard Bernstein – Þættir úr West Side Story

Einleikarar eru tveir ungir fiðlunemendur frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, þau Jóhann Örn Thorarensen og Jóhanna Brynja Ruminy.

Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson.

Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna var stofnuð haustið 2004

Í janúarmánuði ár hvert hittast nemendur ásamt stjórnanda og raddþjálfurum og æfa tónleikadagskrá sem flutt er á tónleikum í lok mánaðarins. Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna veitir þeim sem komnir eru áleiðis í tónlistarnámi þjálfun í að leika í fullskipaðri hljómsveit og er hún mikilvægur vettvangur til þjálfunar í hljómsveitarleik undir handleiðslu viðurkenndra tónlistarmanna og stjórnenda. Sömuleiðis er framúrskarandi hljóðfæraleikurum úr hópi nemenda gefið tækifæri á að leika einleik með hljómsveitinni.

Námskeiðið og tónleikarnir eru afrakstur samstarfsverkefnis fjögurra tónlistarskóla á höfuðborgarsvæðinu; Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tónlistarskóla Kópavogs og Tónlistarskóla Garðabæjar. Öllum tónlistarskólum á landinu er boðið senda nemendur og taka þátt í þessu verkefni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2