fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífSjö deildu með sér einni milljón kr. menningarstyrk Hafnarfjarðarbæjar

Sjö deildu með sér einni milljón kr. menningarstyrk Hafnarfjarðarbæjar

11,6 milljónum kr. var úthlutað við fyrri úthlutun menningarmálanefndar

Menningar- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum dag að styrkja eftirfarandi verkefni við seinni úthlutun menningarstykja 2022:

  • Birna Rún Eiríksdóttir – Uppistand í miðbænum – 200.000 kr.
  • Arnór Björnsson – Um Tímann og Gervigrasið – 200.000
  • Halla Björg Haraldsdóttir – Kórinn – stjórnandi Guðrún Árný – 150.000
  • Fanný Lísa Hevesi – Jólakósí – 150.000
  • Guðrún Erla Hólmarsdóttir – Freyðijól 2022 / Jólakabarett – 150.000 kr.
  • Jón Rafnsson – „Hátíðarnótt“ í Fríkirkjunni – 100.000
  • Þórir Snær Sigurðarson – Fólkið í firðinum: Hafnfirðingar segja frá – 50.000 kr.

Heildarfjárhæð styrkjanna er 1 milljón kr. en við fyrri úthlutun í mars var 11,6 milljónum kr. deilt á milli 15 aðila.

Samtals er því veitt 12,6 milljónum kr. á þessu ári.

Einn fær 36% heildarupphæðarinnar og 56% upphæðarinnar fer til fjögurra af þessum 22 sem sækja um og fá á þessu ári.

Fyrri úthlutun 2022

  • Páll Eyjólfsson f.h. Bæjarbíós slf., Hjarta Hafnarfjarðar 4.500.000 kr. til 2 ára
  • Andrés Þór Gunnlaugsson, Síðdegistónar í Hafnarborg veturinn 2022 – 2023 900.000 kr.
  • Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Sönghátíð í Hafnarborg 900.000 kr. til 3 ára
  • Klara Ósk Elíasdóttir, Hafnfirskar stelpur rokka! 800.000 kr.
  • Erlendur Sveinsson, Sveinssafn: Stefnumót listar og náttúru 750.000 kr. til 3 ára
  • Björn Thoroddsen, Guitarama 2022 Gítarveisla Bjössa Thor 700.000 kr. til 3 ára
  • Stefán Ómar Jakobsson, Kabarettleikhús / söngleikjatónlist eftir Kurt Weil 500.000 kr.
  • Jasper Matthew Bunch, Appoló Listahátið Ungs Fólks í Hanarfirði 500.000 kr.
  • Aðalsteinn Gunnarsson f.h. sex nema HÍ í viðburða og verkefnastjórnun, Túnleikar á Víðistaðatúni 300.000 kr.
  • Reynir Hauksson Flamenco, sýningar í Bæjarbíói 400.000 kr.
  • Ólafur Guðlaugsson, Hjarta Hafnarfjarðar OFF VENUE í Ölhúsinu 300.000 kr.
  • Daníel Sigríðarson, Sirkussýningin Glappakast 300.000 kr.
  • Unnur Sara Eldjárn Unnur Sara syngur Gainsbourg í Bæjarbíói 300.000 kr.
  • Júlíana Kristín Jónsdóttir, Girls and boys 250.000 kr.
  • Eyrún Ósk Jónsdóttir, Hlaðvarpsleikrit – Listahópurinn Kvistur 200.000 kr.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2