fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífSkátar færa Friðarljósið í kirkjur bæjarins

Skátar færa Friðarljósið í kirkjur bæjarins

Sóttu hann sl. fimmtudag í Karmelklastrið þar sem nunnur hafa gætt hans frá síðustu jólum.

Að frumkvæði íslenskra Gildisskáta (eldri skáta) kom Friðarloginn frá Betlehem til Íslands frá Danmörku, með Dettifossi, þann 19. desember 2001.

Skáti lék jólasálm á þverflautuFriðarloginn logaði í St. Jósefskirkjunni í Hafnarfirði frá því hann kom til Íslands í desember 2001 þar til í desember 2009 að hann var fluttur til nunnanna í Karmelklaustrinu í Hafnarfirði. Á aðventunni ár hvert sækja íslenskir skátar Friðarlogann sinn og útdeila til þeirra sem vilja þiggja vítt og breitt um landið.

Friðarloginn um heiminn

Útbreiðsla Friðarlogans hófst í Austurríki árið 1986. Það var ORF-útvarpsstöðin sem sendi ungan skáta til Betlehem til að sækja logann og koma honum til Vínarborgar undir kjörorðinu „Ljós í myrkrinu”.

Nunnurnar sungu friðarsöng og léku undir á hljóðfæriÍ desember ár hvert er valið Friðarbarn til að fara til Betlehem og sækja Friðarlogann í Fæðingarkirkju krists og koma með hann til Vínarborgar þangað sem skátar frá nær 30 löndum Evrópu og Ameríku þiggja Friðarlogann að gjöf og fara með hann til síns heimalands.

Skátar sóttu Friðarlogann í Karmelklaustrið

Sl. fimmtudag sóttu skátar Friðarlogann til nunnanna í Karmelklaustrinu. Athöfnin var einföld en áhrifamikil. Eftir að nunnurnar höfðu fært loga sem varðveittur hafði verið allt árið, var friðarboðskapur lesinn og skátar sungu. Þá sungu nunnurnar fallegan friðarsöng og léku undir á hljóðfæri.

Nunnurnar halda sig á bak við rimla.
Skátar söngu friðarsöng skáta, Tengjum fastara bræðralagsboginn.
Skátar sungu friðarsöng skáta, Tengjum fastara bræðralagsboginn.

Skátar flytja svo Friðarlogann í kirkjur og í Hafnarfirði verður Friðarloginn fyrst afhentur í Ástjarnarkirkju i fyrramálið og svo í Víðistaðakirkju kl. 17 á morgun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2