10. bekkingar í Víðistaðaskóla sýndu söngleikinn Með allt á hreinu um síðustu helgi. Alls voru sýningar fimm og gengu alveg ljómandi vel. Troðfullt var í íþróttahúsi Víðistaðaskóla á frumsýningunni á föstudag en meðal gesta voru Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Ágúst Guðmundsson sem leikstýrði myndinni fyrir 35 árum og Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrverandi þjóðleikhússtjóri sem fór einnig með hlutverk í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Var mikil ánægja með söngleikinn og vart mátti á milli sjá hvort það voru þeir Egill og Jakob Frímann sem vildu fá mynd af sér með nemendunum eða öfugt.
Nokkur undanfarin ár hafa 10. bekkingar í Víðistaðaskóla sett á svið söngleik. Allir nemendur taka þátt, leika, syngja og dansa og aðrir spila í hljómsveit, sjá um kynningarmál, svið, lýsingu, hljóð og allt það sem viðkemur svona sýningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu söngleikurinn Með allt á hreinu sem er byggður á samnefndri kvikmynd Stuðmanna. Fjallar söngleikurinn um tvær hljómsveitir, Gærurnar og Stuðmenn og tilraunir þeirra við að koma sér á framfæri.
Gærurnar
Í Gærunum voru þær Elvíra (Harpa Sjöfn), Ísold (Hekla umboðskona), Arnbjörg (Dýrleif), Diljá (Guðfinna) og Úlfa (Sísí).
Stuðmenn
Í Stuðmönnum þeir Kristófer (Stinni), Þorkell (Frímann umboðsmaður), Hákon Fenrir (Lars), Lárus Ottó (Hafþór), Fannar (Baldvin) og Engiljón (Skafti).
Margar fleiri persónur koma fram eins og Jón Garðar (Dúddi rótari) og Eygerður (Rita rótari), Alexandra Berg (Sigurjóna digra), Ísleifur (Sigurjón digri), Halldóra (Valdís), Þórey Björk (Sigga Skífa), Yrja (Hófí hjá Skífunni), grúpppíur þær Helena Ósk, Elena og Alexandra Sól og lögregluþónar þau Melkorka og Danival.
Hljómsveitin
Hljómsveitin var einnig skipuð nemendum undir dyggri stjórn Andrésar Þór Þorvarðarsonar. Í henni voru: Samúel á gítar, Dagur á hljómborð, Bjarki Valur á bassa, Viktor Logi og Þorkell á trommur.
Danshöfundar voru þær Sunna, Tinna Rut og Ísold Ylfa.
Dansarar voru Sunna, Alexandra Berg, Alexandra Sól, Axel Orri, Elena Yrja, Erla Írena, Fanney Elfa, Halldóra, Helga Kristín, Hildur, Ísleifur Atli, Ívar Óli, Melkorka, Oddný, Rakel, Sigrún Björg, Sólrún, Tinna Rut, Viktor Logi, Yngvar, Þórey og Katrín Rós.
Um sviðsmynd sáu Jón Tumi, Hafrún, Fanney, Hákon, Íris Ósk og Alexandra Berg.
Búningar voru í umsjón Fanneyjar, Oddnýjar, Sunnu Þórðar og Yrju.
Að auki voru það þeir sem kynntu viðburðinn; Sólrún, Danival, Hildur, Jóna, Helga, Axel Orri, Bjarki Valur, Georg Orlov, Hallgrímur, Íris Ósk, Viktor Logi, Róbert, Brynjar Óli, Ívar, Aldís, Rakel og Karólína Lea.
Þau sem sáu um förðun og hár: Telma Guðrún, Helena, Alexandra Sól, Alexandra Berg, Helga Fanney, Íris Anna, Oddný, Sunna Þórðar og Yrja.
Tæknimenn voru Júlíus, Jóhannes, Brynjar Óli, Bjarni Þór, Filip, Ásgeir Örn og Sigurður. og fólkið í sjoppunni Sólmundur, Jóna, Einar Örn, Jón, Erik, Ísak og Sunna Dís.
Leikstjórn
Svona uppákoma gerist ekki nema undir styrkri leikstjórn og það voru þær Ásta Júlía Elíasdóttir og Lana Íris Dungal sem voru við stjórnvölinn. Aðstoðarleikstjóri og sýningarstjóri var Rakel Sigmarsdóttir og aðstoð við leikstjórn höfðu þær Erla Jónatansdóttir, Hulda Guðlaugsdóttir og Ásdís Björg Gestsdóttir.