fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimÁ döfinniSöfnunarátakið „Við stólum á þig“ til að styrkja húsabreytingar eftir lömun

Söfnunarátakið „Við stólum á þig“ til að styrkja húsabreytingar eftir lömun

Selur vistvæna ruslapoka og margnota innkaupapoki fylgir

Pétur H. Hansen hefur gengið með þá hugmynd í kollinum í mörg ár að safna fé til hjálpar einstaklingum sem hafa lamast eftir slys.

Segir Pétur aðstoðina fólgna í því að aðstoða fólk fjárhagslega við kostun breytingum á híbýlum þeirra svo þau geta áfram búið heima hjá sér með fjölskyldunni eftir áfallið.

Breytingarnar eru aðallega fólgnar í því að skipta út innihurðum og breikka hurðarop, fjarlægja þröskulda, setja tjakka á efri skápa í eldhúsi og baði, breyta baðaðstöðu og annað í þeim dúr.

„Svona framkvæmdir kosta mikið fé og hvorki ríkið né tryggingafélögin taka þátt í þessum kostnaði. Einstaklingar sem verða fyrir því að lamast eftir slys eða veikindi verða í langflestum tilfellum fyrir verulegri tekjuskerðingu. Ekki eykur slík tekjuskerðing möguleikana á að standa straum af þessum kostnaði.

Því fleiri sem við getum aðstoðað við að breyta heimilum sínum því færri hjúkrunarheimili eða sambýli þarf ríkið að byggja og reka með þeim ærna kostnaði sem því fylgir. Bara þar getum við sparað mikið skattfé um ókomin ár,“ segir Pétur.

Mikill áróður hefur fyrir því að minnka notkun á plastpokum og þá sérstaklega innkaupapokum eins og hafa verið seldir í matvörubúðum undanfarin ár. „Þessir pokar hafa nefnilega oftast endað sem ruslapokar í eldhúsum landsmanna,“ segir Pétur og bendir á að plastpokar eyðast upp í náttúrunni á rúmum 200 árum og eru verulega skaðlegir náttúru og dýrum eins og margoft hefur komið fram undanfarin misseri.

Fjársöfnun

Pétur hefur hrundið af stað fjársöfnun fyrir verkefnið „Við stólum á þig“ sem felst í sölu maíspokum á rúllum undir heimilisruslið. Pokinn er með höldum og eyðist í jarðvegi á 60-90 dögum. Pokinn er framleiddur úr maíssterkju og trjákvoðu sem gerir pokann 100% náttúruvænan. 20 pokar eru á rúllu sem nægir oftast fyrir fjölskyldu í mánuð.

Seldar eru 3 rúllur saman á 2.000 krónur og fá þeir sem kaupa eina margnota innkaupatösku með í kaupbæti.

Af upphæðinni fara 1.000 krónur óskertar í söfnunina.

Selt í anddyri Bónus við Helluhraun

Pétur ætlar að vera í anddyrinu á Bónus við Helluhraun næsta miðvikudag kl. 14-20, laugardaginn 31. mars kl. 14-18,
föstudaginn 6. apríl kl. 14-18 og
laugardaginn 7. apríl kl. 12-17.

Nánar á Facebook síðu söfnunarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2