fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífSóley fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins

Sóley fékk Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins

Hafnfirska listakonan Sóley Stefánsdóttir hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins í opnum flokki.

Fékk hún verðlaunin fyrir plötuna Mother Melancholia sem hún gaf út 2021.

Platan er samin og framleidd af Sóleyju með aðstoð Alberts Finnbogasonar sem listrænt hljóðblandaði plötuna og Héðins Finnsonar sem sá um listrænt útlit plötuumslagsins. Jón Óskar Jónsson leikur á trommur og í strengjakvintettinum eru Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Þórdís Gerður Jónsdóttir og Alexandra Kjeld.

Eftirfarandi listamenn hlutu Íslensku tónlistarverðlaunin:

Popp, rokk, rapp & hipp hopp og raftónlist

Popp – plata ársins: GusGus – Mobile Home

Rokk – plata ársins: Mono Town – Mono Town Time Vol. I

Rapp&hipphopp – plata ársins: Birnir – Bushido

Raftónlist – plata ársins: sideproject – radio vatican

Popp – lag ársins: Mér er drull – FLOTT: Vesturbæjar Beach – BSÍ

Rapp & hipphopp – lag ársins: Vogur – Birnir

Raftónlist – lag ársins: Halda áfram – russian.girls

Tónlistarviðburður ársins: Kveðja, Bríet – Útgáfutónleikar í Eldborg

Textahöfundur ársins: Teitur Magnússon

Lagahöfundur ársins: Mono Town

Söngur ársins: John William Grant

Tónlistarflytjandi ársins: Bríet Ísis Elfar

Bjartasta vonin í samvinnu við rás 2: FLOTT

Sígild og samtímatónlist

Plata ársins: Berglind María Tómasdóttir – Ethereality

Tónverk ársins: CATAMORPHOSIS – Anna Þorvaldsdóttir

Tónlistarviðburður ársins – hátíðir: Björk Orkestral, Live from Reykjavík

Tónlistarviðburður ársins – tónleikar: Óperan KOK eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur

Söngur ársins: Herdís Anna Jónasdóttir

Tónlistarflytjandi ársins – einstaklingar: Víkingur Heiðar Ólafsson

Tónlistarflytjandi ársins – hópar: Mótettukórinn

Bjartasta vonin: Rannveig Marta Sarc

Djass- og blústónlist

Plata ársins: Anna Gréta – Nightjar in the Northern Sky

Tónverk ársins: Hlýnun – Tumi Árnason

Lagahöfundur ársins: Anna Gréta

Tónlistarflytjandi ársins – einstaklingar: Magnús Trygvason Eliassen

Tónlistarflytjandi ársins – hópar: Hljómsveit Sigmars Þórs Matthíassonar

Tónlistarviðburður ársins: Tónleikaröð á Skuggabaldri

Bjartasta vonin: Hróðmar Sigurðsson

Önnur tónlist: Opinn flokkur, þjóðlaga- og heimstónlist, kvikmynda- og leikhústónlist

Plata ársins – kvikmynda- og leikhústónlist: Herdís Stefánsdóttir – Y: The Last Man

Plata ársins – þjóðlagatónlist: Brek – Brek

Plata ársins – opinn flokkur: Sóley – Mother Melancholia

Lag/tónverk ársins – opinn flokkur: Emilíana Torrini – Vertu úlfur – titillag

Tónlistarmyndband ársins: Ég er bara að ljúga er það ekki? – Annalísa. Leikstjórn: Annalísa Hermannsdóttir

Plötuumslag ársins: Án tillits – Magnús Jóhann & Skúli Sverrisson: Halldór Eldjárn

Upptökustjórn ársins: Ox – Gyða Valtýsdóttir: Gyða Valtýsdóttir og Úlfur Hansson

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2