fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÁ döfinniSöngleikurinn Annie frumsýndur á morgun – MYNDIR

Söngleikurinn Annie frumsýndur á morgun – MYNDIR

Glæsileg uppsetning nemenda 10. bekkjar í Víðistaðaskóla

Nemendur 10. bekkjar Víðistaðaskóla hafa undanfarið lagt lokahönd á æfingar og uppsetningu á söngleiknum Annie en frumsýning verður á morgun, fimmtudag og lokasýning verður á sunnudag.

Þetta er árlegur viðburður að nemendur 10. bekkjar skólans setja upp söngleik og Gunnella Hólmarsdóttir leikstjóri hefur náð einstaklega góðum árangri með hópnum. Sem fyrr koma margir að vinnunni og allir nemendur 10. bekkjar leggja eitthvað að mörkum en nemendurnir sjálfir og foreldra sjá einnig um alla tæknivinnu, búninga, förðun, lýsingu, hljóð og tónlist. Jóhanna Ómarsdóttir er söngþjálfari þeirra og Andrés Þór Þorvarðarson er hljómsveitarstjóri.

Jóhanna Ómarsdóttir, Gunella Hólmarsdóttir og Andrés Þór Þorvarðarson. – Ljósm.: Víðistaðaskóli.

Söngleikurinn Annie fjallar um unga munaðarlausa stúlku sem býr á ömurlegu munaðarleysingjahæli sem rekið er af harðstjóranum frú Karitas. Þessar vonlausu aðstæður hennar breytast mikið þegar hún er valin til að eyða viku á heimili milljarðamæringsins Daníel Oliver. Fljótlega heillar hún allt starfsliðið í húsinu og jafnvel hinn kaldlynda Daníel. Hann ákveður að hjálpa Annie að finna foreldra sína sem hún týndi fyrir mörgum árum með því að bjóða þeim verðlaun ef þau koma til hans og geta sannað hver þau eru. Fröken Karitas, hinn illviljaði bróðir hennar Kútur og kærastan hans Lilla, ákveða að þykjast vera foreldrar Annie til að fá verðlaunin handa sjálfum sér en þetta setur Annie í mikla hættu.

Sýningar verða í íþróttahúsi Víðistaðaskóla:

  • Fimmtudagur 18. mars kl. 20 – frumsýning
  • Föstudagur 19. mars kl. 20
  • Laugardagur 20. mars kl. 13
  • Laugardagur 20. mars kl. 17
  • Sunnudagur 21. mars kl. 13
  • Sunnudagur 21. mars kl. 17

Miðasala er á Tix.is

Ljósmyndari Fjarðarfrétta kíkti við á æfingu í vikunni og fylgdist með æfingu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2