fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenning og mannlífSumargrill og gleði á Hrafnistu - MYNDASYRP

Sumargrill og gleði á Hrafnistu – MYNDASYRP

Vinir Ragga Bjarna mættu og héldu uppi fjörinu

Sumargrill var loks haldið á ný á Hrafnistu í síðustu viku og eftir það tók við söngur og dans.

Covid 19 hefur haft mikil áhrif á félagslíf á Hrafnistu og því var þetta kærkominn viðburður þó veður hafi ekki leyft að fólk sæti úti.

Töluvert hefur verið gert til að gera húsnæði Hrafnistu vistlegra, með nýjum húsgögnum, nýjum litum en allt á þetta að vera til að bæta andrúmsloft svo fólki líði betur.

Boðið var upp á gómsætan grillmat og allir fengu ís á eftir á meðan ljúfir tónar hljómuðu.

Eftir hádegið mættu Vinir Ragga Bjarna, þeir Ásgeir Páll, Björgvin Franz og Þorgeir Ástvaldsson. Héldu þeir uppi góðu fjöri með söng og sögum af Ragga Bjarna. Greinilega kærkomin skemmtun!

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum og tók nokkrar myndir:

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2