Grunnskólaskákmót Kiwanisklúbbsins Hraunborgar var haldið í Hvaleyrarskóla 10. maí sl. en mótið var fyrir nemendur 8.-10. bekkja.
Var þetta keppni milli skólanna og stóð sveit Víðistaðakóla uppi sem sigurvegari. Í öðru sæti varð sveit Setbergskóla og í þriðja sæti varð sveit Hvaleyrarskóla.
Er þetta annað grunnskólamótið sem Hraunborgarfélagar standa fyrir. Á fyrra móti í kepptu sveitir 9 grunnskóla og fengu allir skólarnir skáksett að gjöf. Nú bættis einn skóli við og fékk hann einnig skáksett að gjöf.
„Framtíðin er björt í skákinni í Hafnarfirði. Gaman að segja frá hvað allir stóðu sig vel bæði keppendur, liðsstjórar og áhorfendur. Virðing, heiðarleiki og yfirvegun skein hjá öllum,“ segir í tilkynningu frá Hraunborgarfélögum.
Sex skákmenn tefla í hverri skólasveit. Skákmenn þeirra þriggja skáksveita sem ná hæstri vinningatölu og liðsstjóri þeirra voru sæmdir verðlaunapeningum og sigursveitin fékk farandbikar til varðveislu fram að næsta grunnskólamóti fyrrgreindra bekkja í Hafnarfirði.
Mótið var haldið í samvinnu við Hafnarfjarðarbæ og lék Valdimar Víðisson, formaður bæjarráðs fyrsta leiknum. Mótsstjórn var í höndum Helga Ólafssonar.
Grunnskólamót 5.-7. bekkja
Kiwanisklúbburinn Hraunborg stóð fyrir grunnskólaskákmót fyrir nemendur 5.-7. bekkja miðvikudaginn 22. mars sl. en þar tóku skáksveitir níu grunnskóla Hafnarfjarðar þátt.
„Einkunnarorð Kiwanishreyfingarinnar hér á landi eru, Börnin fyrst og fremst, og hefur Hraunborg lagt sig fram um að halda þeim fram í vitnisburði sínum og verkum og einkum látið sig varða hag og heill barna og ungmenna í bænum,“ eins og segir í tilkynningu.
Teflt var með nýjum taflmönnum sem Hraunborg lagði til mótsins og í lokin fékk hver grunnskóli í bænum tvö sett af taflmönnum að gjöf.
Sigurvegari var sveit Öldutúnsskóla og í öðru sæti var sveit Hvaleyrarskóla og í þriðja sæti var sveit Áslandsskóla.
Ljósmyndir: aðsendar