fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífÞessir fengu menningarstyrki – Sönghátíð í Hafnarborg fær hæsta styrkinn

Þessir fengu menningarstyrki – Sönghátíð í Hafnarborg fær hæsta styrkinn

Rúmum 6 milljónum kr. úthlutað í 22 verkefni 

22 verkefni hljóta styrk menningar- og ferðamálanefndar Hafn­­ar­fjarðar að þessu sinni, samtals 6 millj. kr. Þetta eru einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði.

Styrkir nefndarinnar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Formleg afhending styrkjanna fer fram 24. apríl næstkomandi um leið og tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni ársins.

Menningar­viðburðir, listamenn, félaga­samtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 6.080.000 kr. en samtals verður úthlutað 11 milljónum kr. á árinu.

Að þessu sinni leggur menningar- og ferðamálanefnd til að gerðir veðri samstarfssamningar til þriggja ára við tvo aðila, Sönghátíð í Hafnarfirði og Lúðrasveit Hafnarfjarðar. þeir samn­ingar verða lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar.

Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2019 í ágúst.

Nafn verkefnis Nafn umsækjandaUpphæð
Sönghátíð í Hafnarborg*Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir800000
Heima - tónlistarhátiðHenný María Frímannsdóttir700000
Lúðrasveit Hafnarfjarðar - tónleikar á árinu 2019*Finnbogi Óskarsson600000
Sveinssafn - sýningarstarfsemiErlendur Sveinsson500000
Kóramót Gaflarakórsins í HafnarfirðiFélag eldri borgara í Hafnarf350000
Adagio - verk Bachs fyrir orgel og sellóGuðmundur Sigurðsson300000
BYR - tónleikarStefán Örn Gunnlaugsson260000
Vortónleikar Kvennakórs HafnarfjarðarHulda Björnsdóttir250000
Tónlistarferðalag BarbörukórsinsVilhjálmur Þór Sigurjónsson250000
Hafnfirðingurinn - HlaðvarpTryggvi Rafnsson245000
Vortónleikar hjá Kvennakórnum RósirGuðrún Anna Magnúsdóttir210000
Flensborgarkórinn ásamt Hallveigu RúnarsdótturSvanhvít Erla Traustadóttir210000
Einleikur - RequiemEyrún Ósk Jónsdóttir210000
Fjölmenningarhátíð í Norðurbæ HafnarfjarðarGyða Kristmannsdóttir200000
Er völlur grærÓlafur B Ólafsson190000
Konudagstónleikar karlakórsins ÞrastaÞórður H Hilmarsson140000
Vortónleikar karlakórsins ÞrastaÞórður H Hilmarsson140000
Tónleikar sönghópsins IMPRU í HafnarborgÁsbjörg Jónsdóttir140000
Vegan Festival 2019Benjamín Sigurgeirsson140000
Sumardjass víða um HafnarfjarðarbæRagnar Már Jónsson100000
Maíhátíð 2019Christian Schultze75000
Einleikstónleikar - Klarinettan í brennidepliHelga Björg Arnardóttir70000

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2