22 verkefni hljóta styrk menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðar að þessu sinni, samtals 6 millj. kr. Þetta eru einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði.
Styrkir nefndarinnar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Formleg afhending styrkjanna fer fram 24. apríl næstkomandi um leið og tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni ársins.
Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 6.080.000 kr. en samtals verður úthlutað 11 milljónum kr. á árinu.
Að þessu sinni leggur menningar- og ferðamálanefnd til að gerðir veðri samstarfssamningar til þriggja ára við tvo aðila, Sönghátíð í Hafnarfirði og Lúðrasveit Hafnarfjarðar. þeir samningar verða lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar.
Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2019 í ágúst.
Nafn verkefnis | Nafn umsækjanda | Upphæð |
---|---|---|
Sönghátíð í Hafnarborg* | Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir | 800000 |
Heima - tónlistarhátið | Henný María Frímannsdóttir | 700000 |
Lúðrasveit Hafnarfjarðar - tónleikar á árinu 2019* | Finnbogi Óskarsson | 600000 |
Sveinssafn - sýningarstarfsemi | Erlendur Sveinsson | 500000 |
Kóramót Gaflarakórsins í Hafnarfirði | Félag eldri borgara í Hafnarf | 350000 |
Adagio - verk Bachs fyrir orgel og selló | Guðmundur Sigurðsson | 300000 |
BYR - tónleikar | Stefán Örn Gunnlaugsson | 260000 |
Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar | Hulda Björnsdóttir | 250000 |
Tónlistarferðalag Barbörukórsins | Vilhjálmur Þór Sigurjónsson | 250000 |
Hafnfirðingurinn - Hlaðvarp | Tryggvi Rafnsson | 245000 |
Vortónleikar hjá Kvennakórnum Rósir | Guðrún Anna Magnúsdóttir | 210000 |
Flensborgarkórinn ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur | Svanhvít Erla Traustadóttir | 210000 |
Einleikur - Requiem | Eyrún Ósk Jónsdóttir | 210000 |
Fjölmenningarhátíð í Norðurbæ Hafnarfjarðar | Gyða Kristmannsdóttir | 200000 |
Er völlur grær | Ólafur B Ólafsson | 190000 |
Konudagstónleikar karlakórsins Þrasta | Þórður H Hilmarsson | 140000 |
Vortónleikar karlakórsins Þrasta | Þórður H Hilmarsson | 140000 |
Tónleikar sönghópsins IMPRU í Hafnarborg | Ásbjörg Jónsdóttir | 140000 |
Vegan Festival 2019 | Benjamín Sigurgeirsson | 140000 |
Sumardjass víða um Hafnarfjarðarbæ | Ragnar Már Jónsson | 100000 |
Maíhátíð 2019 | Christian Schultze | 75000 |
Einleikstónleikar - Klarinettan í brennidepli | Helga Björg Arnardóttir | 70000 |