fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimLjósmyndirTónlistarnemendur gerðu víðreist um bæinn á Safnanótt - MYNDIR

Tónlistarnemendur gerðu víðreist um bæinn á Safnanótt – MYNDIR

Líflegt á degi Tónlistarskólanna sem lífgaði upp á Safnanótt í Hafnarfirði

Dagur tónlistarskólanna haldinn hátíð­legur um allt land sl. laugardag. Hér í Hafnarfirði hófst dagurinn með hljóðfærakynningu í Hásölum þar sem kennarar kynntu þau hljóðfæri sem kennt er á við skólann fyrir elsta hópi forskólans. Að lokinni kynningu fengu nemendur síðan að ganga á milli stofa og prófa hin ýmsu hljóðfæri og var mikil stemmning í hópnum. Sumir prófuðu mörg hljóðfæri og aðrir færri. Eftir hádegi voru síðan fernir tónleikar bæði á Torginu og í salnum þar sem einleikarar, ýmis samspil og sinfóníu­hljómsveit skólans kom fram.

Vikuna á undan var samspilsvika í skólanum Var farið í heimsókn á Sólvang, í Drafnarhúsið, á Hrafnistu, í Fjörð og á fleiri staði og hádegistónleikar voru á fimmtudeginum í Hafnarborg. Í skólanum þessa viku voru einnig æfð ýmis atriði sem eiga eftir að koma fram síðar. Á föstudagsmorgninum komu á fjórða hundrað leikskólaskólabörn frá 16 leikskólum í heimsókn. Þetta var elsti hópur leikskólanna og fengu þau að hlýða á strengjasveit, gítarsveit og forskólahóp leika 3 lög og einnig léku fjölmargir nemendur á önnur hljóðfæri m.a. píanó, þverflautu, óbó, klarinett og saxófón. Var þetta því hin besta hljóð­færakynning fyrir þau.

Tónlistarskólinn tók þátt í Safnanótt. Spiluðu nemendur á Bókasafninu, Byggðasafninu og í Hafnarborg. Einnig léku samspilshópar á Norðurbakkanum-kaffihúsi. Allir stóðu krakk­arnir sig mjög vel og voru skólanum sínum til sóma.

Í söfnum bæjarins var vel tekið á móti gestum sl. föstudagskvöld, sýndarveruleiki var prófaður í bókasafninu, gamlir tölvuleikir í Byggðasafninu og tónlistin var í fyrirrúmi í Hafnarborg.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2