fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífVel heppnuð Víkingahátíð á Víðistaðatúni

Vel heppnuð Víkingahátíð á Víðistaðatúni

Fjölmennt var á hátíðinni sem stóð frá fimmtudegi til sunnudags.

Víkingahátíðin var að þessu sinni haldin á Víðistaðatúni en hún er nú í umsjón Rimmugýgs eftir að Fjörukrána hafði séð um hana til fjölda ára með góðum árangri. Hátíðin stóð í 4 daga, frá fimmtudegi til þjóðhátíðardags á sunnudegi.

Hátíðin í ár var með nokkru öðru sniði en svipaði þó til fyrri hátíða. Víkingar voru við vinnu, sýndu bardagalistir og fluttu tónlist. Fjölmörg tjöld voru á túninu og gistu margir víkinganna á staðnum.

Almenn ánægja var með hátíðina og aðsókn var mjög góð en ekkert kostaði inn á hátíðina. Veðrið lék ekki alltaf við gestið en víkingarnir og gestir fóru ekki varhluta af vætutíðinni undanfarið en það virtist ekki koma að sök.

Fjarðarfréttir kíkti við og hér má sjá myndir frá hátíðínni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2