fbpx
Mánudagur, janúar 20, 2025
HeimFréttirMátti ekki semja við STH teiknistofu

Mátti ekki semja við STH teiknistofu

Höfðu ekki nægilega reynslu sem krafist var

Bygging hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Hafnarfirði tekur sífellt á sig nýja mynd. Eftir klúður í útboðsmálum vegna byggingar hjúkrunarheimilis í Skarðshlíð var loks gengið til samninga um hönnun eftir miklar tafir. Voru allar teikningar tilbúnar og verkið tilbúið til útboðs er nýr meirihluti í bæjarstjórn ákvað að falla frá áformum um byggingu í Skarðshlíð og byggja frekar við Sólvang, hús á fleiri en einni hæð.

Áður fyrirhugað hjúkrunarheimili í Skarðshlíð
Áður fyrirhugað hjúkrunarheimili í Skarðshlíð

Enn á ný var boðið út og svo fór að STH teiknistofa ehf. ásamt Landmótun sf. bauð lægst en hönnuðir hjúkrunarheimilisins í Skarðshlíð, Úti og inni sf. og Landform ehf. buðu næst lægst.

Var ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðendur en við það vildu Úti og inni og Landform ekki una og kærðu þá ákvörðun og byggðu þá skoðun sína á því að hönnunarstjóri lægstbjóðenda hefði ekki þá reynslu sem tiltekin væru í útboðsgögnum.

Áður fyrirhugað hjúkrunarheimili í Skarðshlíð
Áður fyrirhugað hjúkrunarheimili í Skarðshlíð

Úrskurðarnefnd útboðsmála komst að þeirri niðurstöðu 13. júní sl. að Hafnarfjarðarbæ hafi verið óheimilt að taka tilboði lægstbjóðenda þar sem sannað þyki að hann hafi ekki uppfyllt skilyrði útboðsskilmála um reynslu hönnunarstjóra. Er ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar því felld úr gildi og varnaraðila gert að greiða Úti og inni sf. og Landform ehf. sameiginlega 400 þús. kr. í málskostnað.

Þar sem að allt bendi til að kærendur eigi lægsta gilda tilboðið í útboði þar sem verð skuli ráða voru ekki talin efni til að láta uppi álit á skaðabótaskyldu varnaraðila.

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2