fbpx
Fimmtudagur, janúar 9, 2025
target="_blank"
HeimFréttirMeðalhraði fjórðungs ökutækja 32% yfir hámarkshraða á Reykjavíkuvegi

Meðalhraði fjórðungs ökutækja 32% yfir hámarkshraða á Reykjavíkuvegi

Sá sem hraðast ók var á 91 km hraða á 50 km götu

Lögreglan var með eftirlit með hraðakstri á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði eftir hádegið í gær. Mynduð voru brot 89 ökumanna sem óku of hratt eftir Reykjavíkurvegi í suðurátt við Stakkahraun.

Á einni klukkustund fóru 354 ökutæki þessa akstursleið og því ók fjórðungur ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða.

Meðalhraði hinna brotlegu var 66 km/klst. en þarna er 50 km hámarkshraði og var meðalhraðin hinna brotlegu því 32% yfir hámarkshraða.

Tuttugu og einn ók á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 91.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2