fbpx
Laugardagur, desember 28, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMeistaraflokkslið karla í handknattleik í FH er íþróttalið Hafnarfjarðar 2024

Meistaraflokkslið karla í handknattleik í FH er íþróttalið Hafnarfjarðar 2024

Á íþróttahátíð Hafnarfjarðar sem lauk fyrir stuttu í íþróttahúsinu í Hafnarfirði var tilkynnt að hvaða lið væri tilnefnt íþróttalið Hafnarfjarðar 2024

Það kom í hlut meistaraflokksliðs FH í handbolta karla að fá þennan titil en liðið varð bæði deildarmeistari og Íslandsmeistari á árinu.

Ásbjörn Friðriksson og Sigursteinn Arndal, þjálfari liðsins ásamt nokkrum liðsmönnum meistaraflokks FH í handbolta.

Í umsögn dómnefndar segir að liðið hafi leikið afar vel í deildarkeppninni á síðasta tímabili og endaði á því að tryggja sér deildarmeistaratitillinn í lokaumferð deildarinnar. Þetta var fyrsti deildarmeistaratitill FH frá árinu 2017. Í úrslitakeppninni sjálfri stóð liðið svo einnig uppi sem sigurvegari eftir að hafa slegið út KA í 8 – liða úrslitum, ÍBV í undanúrslitum og síðar Aftureldingu í sjálfu úrslitaeinvíginu.

FH varð þar með Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011 og í 16. sinn innanhúss.

FH-liðið tók einnig þátt í Evrópubikarnum á síðastliðnu tímabili og náði þar frábærum árangri. Liðið sló út Argos frá Grikklandi, Bocholt frá Belgíu og Partizan Belgrad frá Serbíu áður en það féll úr leik gegn hinu öfluga Tatran Prezov frá Slóvakíu.

Íslandsmeistarar FH í handbolta karla 2024. – Ljósm.: J.L.Long

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2