fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMenningarhátíðin Bjartir dagar var sett í dag

Menningarhátíðin Bjartir dagar var sett í dag

Hátíðin stendur til sunnudags. Skoðaðu fjölbreytta dagskrá í Fjarðarfréttum

Þriðju bekkingar úr skólum Hafnarfjarðar undir dyggri leiðsögn söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar og Davíðs Sigurgeirssonar gítarleikara sungu inn Bjarta daga á Thorsplani í morgun.

Mættu þau með sínar einnkennandi húfur frá hverjum skóla, röðuðu sér upp og sungu með eins best og þau gátu.

Þetta er orðinn siður að syngja hátíðina inn en að þessu sinni tókst ekki að syngja þjóðsöng Hafnarfjarðar, Þú hýri Hafnarfjörður. Fannst hann ekki við leit á netinu og þrátt fyrir heiðarlega tilraun skólabarna var lagið einhvern veginn týnt. Greinilega verk fyrir höndum hjá tónlistarkennurum bæjarins að kenna þetta fallega lag.

Framundan er svo mikil dagskrá sem en núna kl. 17 verða menningarstyrkir afhentir og bæjarlistamaður útnefndur.

Töframaður sýnir í Bókasafninu kl. 16.30 og 17.30

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í Hafnarborg kl. 19.30

Tónlistarhátíðin Heima hefst kl. 20. Miðar eru seldir á Tix.is Nánar um hátíðina hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2